Toyota með flestar nýskráningar í maí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júní 2022 07:01 Mitsubishi Eclipse Cross var mest nýskráða undirtegundin í maí. Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu. Nýskráningar eftir framleiðendum. Mitsubishi Eclips Cross var mest selda undirtegundin í maí en af þeim Mitsubishi bifreiðum sem voru nýskráðar voru 359 Eclipse Cross bílar. Næst algengasta undirtegundin var Toyota Rav4, 204 slíkar bifreiðar voru seldar í maí. Land Cruiser var þriðja mest selda undirtegundin með 100 nýskráð eintök. Nýskráningar líðandi árs eru til þessa 11.512 á móti 3.930 afskráningum. Ökutækjafloti landsins er því að stækka um sem nemur 7.582 ökutæki, það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra námu nýskráningar ökutækja 7.309 eintökum. Aukning á milli ára nemur því um 57,5%. Nýskráningar eftir orkugjöfum í maí. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru vinsælastir í maí með 864 bíla nýskráða. Dísel var næst vinsælasti kosturinn með 754 ökutæki nýskráð. Bensín í þriðja sæti með 604 ökutæki nýskráð. og rafmagn í því fjórða með 510 ökutæki skráð. Vistvænir kostir, tvinnbílar, metan, rafmagn og tengiltvinnbílar voru samtals 1.852. Hreinir jarðefnaeldsneytisbílar, bensín og dísel voru nýskráð í samtals 1.358 eintökum. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent
Nýskráningar eftir framleiðendum. Mitsubishi Eclips Cross var mest selda undirtegundin í maí en af þeim Mitsubishi bifreiðum sem voru nýskráðar voru 359 Eclipse Cross bílar. Næst algengasta undirtegundin var Toyota Rav4, 204 slíkar bifreiðar voru seldar í maí. Land Cruiser var þriðja mest selda undirtegundin með 100 nýskráð eintök. Nýskráningar líðandi árs eru til þessa 11.512 á móti 3.930 afskráningum. Ökutækjafloti landsins er því að stækka um sem nemur 7.582 ökutæki, það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra námu nýskráningar ökutækja 7.309 eintökum. Aukning á milli ára nemur því um 57,5%. Nýskráningar eftir orkugjöfum í maí. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru vinsælastir í maí með 864 bíla nýskráða. Dísel var næst vinsælasti kosturinn með 754 ökutæki nýskráð. Bensín í þriðja sæti með 604 ökutæki nýskráð. og rafmagn í því fjórða með 510 ökutæki skráð. Vistvænir kostir, tvinnbílar, metan, rafmagn og tengiltvinnbílar voru samtals 1.852. Hreinir jarðefnaeldsneytisbílar, bensín og dísel voru nýskráð í samtals 1.358 eintökum.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent