„Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 23:30 Þeir félagar hafa litlar áhyggjur af því að sambandið súrni. Clive Mason/Getty Images Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Pérez í liði Red Bull í Formúlu 1 gefa lítið fyrir það að möguleg barátta um heimsmeistaratitilinn ógni vináttu þeirra. Pérez vann frækinn sigur í Mónakó um helgina. Pérez vann aðeins sinn þriðja sigur á ferlinum í Mónakó og sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Pérez hóf keppnina þriðji á ráslínu en góð keppnisáætlun Red Bull, auk mistaka í röðum Ferrari, hleyptu honum framúr Ferrari-mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz, sem hófu keppnina fyrir framan hann. Pérez lét forystu sína aldrei af hendi og fékk mikilvæg 25 stig í keppni ökuþóra á meðan félagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, varð þriðji. Sigur Pérez hleypti honum óvænt inn í keppni um heimsmeistaratitilinn þar sem hann er með 110 stig í þriðja sæti, aðeins sex stigum á eftir Leclerc og 15 stigum á eftir Verstappen sem leiðir með 125 stig. Liðsfélagarnir voru spurðir eftir kappaksturinn hvort möguleg keppni þeirra um titilinn myndi hafa súr áhrif á þeirra samband. „Ég held ekki að neitt breytist,“ sagði Verstappen áður en Pérez, glottandi við, greip orðið: „Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ „Já, algjörlega. Af hverju ætti það að breytast?“ sagði Verstappen þá. Það yrði engin nýbreytni að rígur myndi skapast milli tveggja liðsfélaga sem berjast á toppnum í Formúlu 1. Bæði Fernando Alonso og Nico Rosberg gáfust upp á því að finnast þeir varaskeifur fyrir Lewis Hamilton og þá má taka dæmi af Þjóðverjanum Sebastian Vettel og Mark Webber í liði Red Bull. Vettel vann fjóra heimsmeistaratitla í röð með Red Bull árin 2010 til 2013 en Webber fannst hann aldrei fá sömu tækifæri til að sanna sig innan liðsins, líkt og sá þýski fékk. Formúla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Pérez vann aðeins sinn þriðja sigur á ferlinum í Mónakó og sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Pérez hóf keppnina þriðji á ráslínu en góð keppnisáætlun Red Bull, auk mistaka í röðum Ferrari, hleyptu honum framúr Ferrari-mönnunum Charles Leclerc og Carlos Sainz, sem hófu keppnina fyrir framan hann. Pérez lét forystu sína aldrei af hendi og fékk mikilvæg 25 stig í keppni ökuþóra á meðan félagi hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, varð þriðji. Sigur Pérez hleypti honum óvænt inn í keppni um heimsmeistaratitilinn þar sem hann er með 110 stig í þriðja sæti, aðeins sex stigum á eftir Leclerc og 15 stigum á eftir Verstappen sem leiðir með 125 stig. Liðsfélagarnir voru spurðir eftir kappaksturinn hvort möguleg keppni þeirra um titilinn myndi hafa súr áhrif á þeirra samband. „Ég held ekki að neitt breytist,“ sagði Verstappen áður en Pérez, glottandi við, greip orðið: „Við verðum áfram ástfangnir, er það ekki?“ „Já, algjörlega. Af hverju ætti það að breytast?“ sagði Verstappen þá. Það yrði engin nýbreytni að rígur myndi skapast milli tveggja liðsfélaga sem berjast á toppnum í Formúlu 1. Bæði Fernando Alonso og Nico Rosberg gáfust upp á því að finnast þeir varaskeifur fyrir Lewis Hamilton og þá má taka dæmi af Þjóðverjanum Sebastian Vettel og Mark Webber í liði Red Bull. Vettel vann fjóra heimsmeistaratitla í röð með Red Bull árin 2010 til 2013 en Webber fannst hann aldrei fá sömu tækifæri til að sanna sig innan liðsins, líkt og sá þýski fékk.
Formúla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn