Roy Keane: Það verður einhver stunginn Atli Arason skrifar 25. maí 2022 23:00 Roy Keane óttast öryggi leikmanna og þjálfara Getty Images Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er algjörlega út í hött. Það kemur að því að leikmaður eða þjálfari mun verða fyrir alvarlegum meiðslum. Ef þú ert nógu brjálaður til þess að hlaupa inn á völlinn og kýla leikmann þá ertu nógu brjálaður til þess að gera einhverja aðra vitleysu, eins og að stinga leikmann. Eitthvað klikkað gæti skeð,“ sagði Roy Keane á Sky Sports eftir leik Manchester City og Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Robin Olsen, markvörður Everton, varð fyrir árás af stuðningsmanni City þegar stuðningsmenn liðsins hlupu inn á völlinn eftir leikslok til að fagna Englandsmeistara titlinum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem eitthvað slíkt gerist á Englandi í þessum mánuði. Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, og stuðningsmaður Everton lentu saman eftir innrás stuðningsmanna Everton á leikvöllinn í kjölfar sigurs Everton á Palace í næst síðustu umferð deildarinnar. Billy Sharp varð fyrir árás af stuðningsmanni Nottingham Forest er þeir hlupu inn á völlinn eftir sigur Forest á Sheffield United í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni þann 17. maí. „Stuðningsmenn eru að koma aftur eftir áhorfendabann í Covid en þeir virðast hafa gleymt hvernig þeir eiga að haga sér. Fávitar, þöngulhausar, skömm. Leikmenn sem eru að ganga út af leikvellinum og verða fyrir árás stuðningsmanna er eitthvað sem við erum búin að sjá of oft undanfarna viku. Við sáum það hjá Forest og svo aftur með Patrick Vieira. Þetta er klúbbunum til skammar,“ sagði Keane og Gary Neville tók undir með honum. „Að stuðningsmenn gera svona innrás inn á völlinn er vandamál en að ráðast á leikmenn eða þjálfara, hvað í fjandanum er fólk að hugsa,“ bætti Neville við. Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
„Þetta er algjörlega út í hött. Það kemur að því að leikmaður eða þjálfari mun verða fyrir alvarlegum meiðslum. Ef þú ert nógu brjálaður til þess að hlaupa inn á völlinn og kýla leikmann þá ertu nógu brjálaður til þess að gera einhverja aðra vitleysu, eins og að stinga leikmann. Eitthvað klikkað gæti skeð,“ sagði Roy Keane á Sky Sports eftir leik Manchester City og Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Robin Olsen, markvörður Everton, varð fyrir árás af stuðningsmanni City þegar stuðningsmenn liðsins hlupu inn á völlinn eftir leikslok til að fagna Englandsmeistara titlinum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem eitthvað slíkt gerist á Englandi í þessum mánuði. Patrick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, og stuðningsmaður Everton lentu saman eftir innrás stuðningsmanna Everton á leikvöllinn í kjölfar sigurs Everton á Palace í næst síðustu umferð deildarinnar. Billy Sharp varð fyrir árás af stuðningsmanni Nottingham Forest er þeir hlupu inn á völlinn eftir sigur Forest á Sheffield United í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni þann 17. maí. „Stuðningsmenn eru að koma aftur eftir áhorfendabann í Covid en þeir virðast hafa gleymt hvernig þeir eiga að haga sér. Fávitar, þöngulhausar, skömm. Leikmenn sem eru að ganga út af leikvellinum og verða fyrir árás stuðningsmanna er eitthvað sem við erum búin að sjá of oft undanfarna viku. Við sáum það hjá Forest og svo aftur með Patrick Vieira. Þetta er klúbbunum til skammar,“ sagði Keane og Gary Neville tók undir með honum. „Að stuðningsmenn gera svona innrás inn á völlinn er vandamál en að ráðast á leikmenn eða þjálfara, hvað í fjandanum er fólk að hugsa,“ bætti Neville við.
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira