Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2022 10:11 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sjónvarpi í Suður-Kóreu. AP/Lee Jin-man Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. Þetta er í sautjánda sinn sem eldflaugum er skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta eldflaugin sem skotið var á loft í nótt flaug í um 540 kílómetra hæð og um 360 kílómetra frá skotstaðnum. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja ráðamenn í Suður-Kóreu að það hafi verið langdræg eldflaug af gerðinni Hwason-17. Það er stærsta og langdrægasta eldflaug Norður-Kóreu og getur hún borið kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Önnur eldflaugin er talin vera skammdræg eldflaug sem sögð er hafa náð tuttugu kílómetra hæð og horfið af ratsjám, sem þykir til marks um eldflaugaskotið hafi misheppnast og eldflaugin sprungið. Þriðja eldflaugin fór um 760 kílómetra og var mest í um sextíu kílómetra hæð. Í frétt Reuters segir að í Suður-Kóreu hafi heimamenn og Bandaríkjamenn haldið æfingar í notkun eigin eldflauga. Það hafi verið gert eftir eldlaugaskotin frá Norður-Kóreu. Undirbúa kjarnorkuvopnatilraun Þá segir Yonhap frá því að ráðamenn í Suður-Kóreu hafi komist að því að verkfræðingar Norður-Kóreu hafi verið að gera tilraunir með sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn. Til standi að gera sjöundu kjarnorkuvopnatilraunina í Norður-Kóreu. Haft er eftir Kim Tae-hyo, sem situr í þjóðaröryggisráði Suður-Kóreu að það standi kannski ekki til á næstu tveimur dögum en útlit sé fyrir að gerð verði ný kjarnorkuvopnatilraun á næstunni. Síðasta kjarnorkuvopnatilraunin í Norður-Kóreu fór fram árið 2017. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Þetta er í sautjánda sinn sem eldflaugum er skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta eldflaugin sem skotið var á loft í nótt flaug í um 540 kílómetra hæð og um 360 kílómetra frá skotstaðnum. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja ráðamenn í Suður-Kóreu að það hafi verið langdræg eldflaug af gerðinni Hwason-17. Það er stærsta og langdrægasta eldflaug Norður-Kóreu og getur hún borið kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Önnur eldflaugin er talin vera skammdræg eldflaug sem sögð er hafa náð tuttugu kílómetra hæð og horfið af ratsjám, sem þykir til marks um eldflaugaskotið hafi misheppnast og eldflaugin sprungið. Þriðja eldflaugin fór um 760 kílómetra og var mest í um sextíu kílómetra hæð. Í frétt Reuters segir að í Suður-Kóreu hafi heimamenn og Bandaríkjamenn haldið æfingar í notkun eigin eldflauga. Það hafi verið gert eftir eldlaugaskotin frá Norður-Kóreu. Undirbúa kjarnorkuvopnatilraun Þá segir Yonhap frá því að ráðamenn í Suður-Kóreu hafi komist að því að verkfræðingar Norður-Kóreu hafi verið að gera tilraunir með sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn. Til standi að gera sjöundu kjarnorkuvopnatilraunina í Norður-Kóreu. Haft er eftir Kim Tae-hyo, sem situr í þjóðaröryggisráði Suður-Kóreu að það standi kannski ekki til á næstu tveimur dögum en útlit sé fyrir að gerð verði ný kjarnorkuvopnatilraun á næstunni. Síðasta kjarnorkuvopnatilraunin í Norður-Kóreu fór fram árið 2017.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira