Lewis Hamilton sagði frá því þegar hann vann kappakstur með annarri hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:00 Lewis Hamilton undirbýr sig fyrir spænska kappaksturinn um helgina. AP/Manu Fernandez Formúlukappinn Lewis Hamilton hefur átt magnaðan feril en hann hefur líka þurft að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika til að ná svona langt. Eftir fjögurra ára stanslausa sigurgöngu, sjö heimsmeistaratitla og síðan grátlegan endi á síðasta formúlu eitt tímabili þá er Lewis Hamilton í vandræðum með bílinn sinn í ár. Hamilton er aðeins í sjötta sætinu eftir sex keppnir nú 64 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen sem hefur 110 stig á móti 46 stigum hjá Hamilton. Í öllu þessu mótlæti í ár þá ákvað Hamilton að rifja upp sögu frá upphafi ferilsins þar sem mikill viljastyrkur hjálpaði honum að keppa þegar hann átti ekki að geta það. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Sagan kemur í framhaldi af endurkomu Hamilton í spænska kappakstrinum um síðustu helgi. Þar gekk mikið á hjá breska ökukappanum sem bæði lenti í óhappi sem þýddi að hann datt mjög aftarlega í keppninni og þá var hann líka í vandræðum með vélina. Hann fór síðan úr nítjánda sæti og upp í það fimmta. „Þegar ég var fimmtán ára þá datt ég af hjólinu mínu og meiddi mig á úlnlið. Næsta dag fann ég svo mikið til að ég labbaði sjálfur upp á spítala þar sem læknarnir sögðu mér að ég væri úlnliðsbrotin og þyrfti að fara í gips. Ég var nýbyrjaður í evrópsku Formúlu A keppninni og þetta þýddi að ég gæti ekki keppt,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter og hélt svo áfram. „Ég var svo óttasleginn um að ég gæti misst McLaren samninginn minn. Ég gerði því það sem ég þurfti. Ég lét fjarlægja gipsið og fékk léttara gips í staðinn. Ég keppti síðan með annarri hendi. Ég vann þessa keppni,“ skrifaði Lewis. „Ég hef vitað það síðan þá að þú getur komist í gegnum allt ef þú ert tilbúinn að berjast fyrir því. Hvort sem það er að keppa meiddur á úlnlið eða að vinna mig upp eins og ég gerði um síðustu helgi. Það sama gildir um þig. Ef þú berst fyrir því sem þú vilt þá nærðu því,“ skrifaði Lewis. Formúla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Eftir fjögurra ára stanslausa sigurgöngu, sjö heimsmeistaratitla og síðan grátlegan endi á síðasta formúlu eitt tímabili þá er Lewis Hamilton í vandræðum með bílinn sinn í ár. Hamilton er aðeins í sjötta sætinu eftir sex keppnir nú 64 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen sem hefur 110 stig á móti 46 stigum hjá Hamilton. Í öllu þessu mótlæti í ár þá ákvað Hamilton að rifja upp sögu frá upphafi ferilsins þar sem mikill viljastyrkur hjálpaði honum að keppa þegar hann átti ekki að geta það. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Sagan kemur í framhaldi af endurkomu Hamilton í spænska kappakstrinum um síðustu helgi. Þar gekk mikið á hjá breska ökukappanum sem bæði lenti í óhappi sem þýddi að hann datt mjög aftarlega í keppninni og þá var hann líka í vandræðum með vélina. Hann fór síðan úr nítjánda sæti og upp í það fimmta. „Þegar ég var fimmtán ára þá datt ég af hjólinu mínu og meiddi mig á úlnlið. Næsta dag fann ég svo mikið til að ég labbaði sjálfur upp á spítala þar sem læknarnir sögðu mér að ég væri úlnliðsbrotin og þyrfti að fara í gips. Ég var nýbyrjaður í evrópsku Formúlu A keppninni og þetta þýddi að ég gæti ekki keppt,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter og hélt svo áfram. „Ég var svo óttasleginn um að ég gæti misst McLaren samninginn minn. Ég gerði því það sem ég þurfti. Ég lét fjarlægja gipsið og fékk léttara gips í staðinn. Ég keppti síðan með annarri hendi. Ég vann þessa keppni,“ skrifaði Lewis. „Ég hef vitað það síðan þá að þú getur komist í gegnum allt ef þú ert tilbúinn að berjast fyrir því. Hvort sem það er að keppa meiddur á úlnlið eða að vinna mig upp eins og ég gerði um síðustu helgi. Það sama gildir um þig. Ef þú berst fyrir því sem þú vilt þá nærðu því,“ skrifaði Lewis.
Formúla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira