Polestar fjárfestir í StoreDot Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2022 07:00 Polestar 2 Brimborg Rafbílaframleiðandinn Polestar hefur tilkynnt að félagið hafi fjárfest í StoreDot, frumkvöðlafyrirtæki frá Ísrael sem sérhæfir sig í ofurhraðhleðslu rafhlöðum. Með því að verða hluthafi í StoreDot hefur Polestar líklega tryggt sér aðgang að tækni sem StoreDot kynnti nýlega. Sú tækni getur skaffað 160 km drægni á um fimm mínútum. Hleðsluhraði mun þó ráðast af stærð rafhlöðunnar og meðal eyðslu bílsins sem hlaða skal. Fjárfesting Polestar í StoreDot kemur ekki á óvart en í apríl tilkynnti Volvo, einn af eigendum Polestar um svipaða fjárfestingu. Polestar vonar að tæknin komi til notkunar á árinu 2026. „Sem hluti af stefnumarkandi samningi er Polestar að vinna með StoreDot í því að kanna og aðlaga þeirra tækni að hugmyndabíl sem smíðaður yrði af Polestar. Prófanir hafa þegar hafist og kannanir á þróun sem þarf að eiga sér stað til að koma tækninni í Polestar bíla, til að gera hleðslu hraðari,“ segir í yfirlýsingu frá Polestar. Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. „Polestar getur hjálpað til við að móta þróun nýrra rafhlöðutækni fyrir bílaiðnaðinn og veita ómetanlega innsýn í heim vörumerkis sem stendur fyrir frammistöðu og sjálfbærni,“ sagði Thomas Ingenlath, framkvæmdastjóri Polestar. Vistvænir bílar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent
Með því að verða hluthafi í StoreDot hefur Polestar líklega tryggt sér aðgang að tækni sem StoreDot kynnti nýlega. Sú tækni getur skaffað 160 km drægni á um fimm mínútum. Hleðsluhraði mun þó ráðast af stærð rafhlöðunnar og meðal eyðslu bílsins sem hlaða skal. Fjárfesting Polestar í StoreDot kemur ekki á óvart en í apríl tilkynnti Volvo, einn af eigendum Polestar um svipaða fjárfestingu. Polestar vonar að tæknin komi til notkunar á árinu 2026. „Sem hluti af stefnumarkandi samningi er Polestar að vinna með StoreDot í því að kanna og aðlaga þeirra tækni að hugmyndabíl sem smíðaður yrði af Polestar. Prófanir hafa þegar hafist og kannanir á þróun sem þarf að eiga sér stað til að koma tækninni í Polestar bíla, til að gera hleðslu hraðari,“ segir í yfirlýsingu frá Polestar. Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. „Polestar getur hjálpað til við að móta þróun nýrra rafhlöðutækni fyrir bílaiðnaðinn og veita ómetanlega innsýn í heim vörumerkis sem stendur fyrir frammistöðu og sjálfbærni,“ sagði Thomas Ingenlath, framkvæmdastjóri Polestar.
Vistvænir bílar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent