Ljóst var fyrir lokaumferðina að Burnley myndi tryggja sæti sitt í deildinni með sigri á Newcastle á Turf Moor. Newcastle hins vegar eitt heitasta lið deildarinnar og þeir mættu af fullum krafti í lokaleikinn.
Callum Wilson kom Newcastle í 2-0 áður en Maxwel Cornet klóraði í bakkann fyrir Burnley á 69.mínútu.
Á sama tíma var Leeds United í heimsókn hjá Brentford en Leeds var með jafnmörg stig og Burnley fyrir lokaumferðina en verra markahlutfall.
Raphinha kom Leeds yfir með marki úr vítaspyrnu á 56.mínútu en Sergi Canos jafnaði metin fyrir Brentford á 78.mínútu og fór þá um stuðningsmenn Leeds.
Í uppbótartíma skoraði Jack Harrison gott mark fyrir Leeds og gulltryggði áframhaldandi veru Leeds í deildinni.