TV 2 greinir frá því að maðurinn sem um ræðir heiti Peter Nielsen og að hann hafi kyrkt eiginkonu sína og þriggja ára dóttur þeirra í borginni Lagos árið 2018.
Kona Nielsen hét Ali Zainab Nielsen og notaðist við listamannsnafnið Alizeee. Samkvæmt staðarmiðlum í Nígeríu var hún rísandi stjarna í tónlistarheiminum þegar hún var myrt.
Nielsen hefur ávallt neitað sök í málinu og þegar hann bar vitni fyrir dómi sagðist hann hafa verið meðvitundarlaus þegar morðið átti sér stað.
Talið er ólíklegt að Nielsen verði tekinn af lífi en það eru sjö ár síðan dauðadómi var framfylgt í Nígeríu.