ESPN hefur heimildir fyrir því að forráðamenn City ætli að kaupa fleiri leikmenn því stefnan sé sett á að finna bæði miðjumann og bakvörð.
Reynsluboltinn Fernandinho kveður félagið í sumar og fer heim til Brasilíu. Þá er vinstri bakvörðurinn Benjamin Mendy í banni hjá félaginu á meðan hann er fyrir rétti vegna nauðgana. Mendy er ekki líklegur til að snúa aftur.
Það er líka vitað af áhuga á Oleksandr Zinchenko sem gæti því yfirgefið félagið.
City býst við því að Gabriel Jesus biðji um leyfi að vera seldur frá félaginu og bæði Arsenal og Juventus hafa áhuga á honum. Guardiola mun ekki standa í vegi fyrir honum enda fyllir Haaland í það skarð.
City gekk líka frá kaupum á argentínska framherjanum Julian Alvarez frá River Plate í janúar en framtíð hans hjá félaginu er enn óráðin.
Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan verður líklegast áfram en hans samningur rennur út 2023. Raheem Sterling er líka að renna út á samning næsta sumar en hann og félagið munu ræða saman í sumar. Sterling hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Tottenham Hotspur.