Aðdráttarafl Patreks hafði mikið að segja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 12:30 Predator augnablik hjá Hergeiri Grímssyni og Patreki Jóhannessyni í kynningarmyndbandi Stjörnunnar. stjarnan Hergeir Grímsson segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að hann ákvað að ganga í raðir Stjörnunnar frá Selfossi en ein sú stærsta sé tækifærið að vinna aftur með Patreki Jóhannessyni. „Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Hergeir í samtali við Vísi í dag. „Það eru einhverjar ástæður fyrir þessu, persónulegar og svo langaði mig að breyta til og fá aðra áskorun sem gera mig vonandi að betri leikmanni.“ Hjá Stjörnunni hittir Hergeir fyrir Patrek Jóhannesson sem þjálfaði hann á Selfossi á árunum 2017-19. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 2019. Hergeir hlakkar til að spila aftur undir stjórn Patreks. „Það hafði helling að segja. Ég vann Íslandsmeistaratitilinn með honum og finnst ótrúlega gaman að spila undir hans stjórn og vinna með honum. Það hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Hergeir. Getum gert stóra hluti Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði 2-0 fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Hergeir sér sóknarfæri hjá Stjörnunni. „Ég sé hellings möguleika. Ég er viss um að við getum byggt upp mjög gott lið. Og þetta er mjög gott lið sem hefur komist í úrslitakeppnina en það vantaði kannski herslumuninn. Við getum gert stóra hluti,“ sagði Hergeir. Hann viðurkennir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Selfoss, félagið sem hann hefur spilað með alla ævi. „Það er mjög erfitt að fara frá Selfossi. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég hef spilað þarna frá því ég var barn og unnið marga sigra og kynnst mikið af góðu fólki,“ sagði Hergeir. „Ég er þakklátur fyrir alla á Selfossi og þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning með þessa ákvörðun.“ Alltaf verið miðjumaður Undanfarin tvö tímabil hefur Hergeir spilað á miðjunni eftir að hafa verið í vinstra horninu árin þar á undan. Miðjan eru samt hans náttúrulegu heimkynni. „Ég hef alltaf verið miðjumaður en svo fór ég í hornið til að redda einhverju og maður stóð sig vel þar. Ég spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka og byrjaði þar í meistaraflokki,“ sagði Hergeir. Hann segist hafa fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en ekkert nógu spennandi til að stökkva á það. „Það hefur alveg verið á borðinu en ekki eitthvað sem ég var nógu hrifinn af. En ég hef ekki lokað þeim dyrum og það kemur kannski að því,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
„Þetta hefur legið í loftinu í einhvern tíma,“ sagði Hergeir í samtali við Vísi í dag. „Það eru einhverjar ástæður fyrir þessu, persónulegar og svo langaði mig að breyta til og fá aðra áskorun sem gera mig vonandi að betri leikmanni.“ Hjá Stjörnunni hittir Hergeir fyrir Patrek Jóhannesson sem þjálfaði hann á Selfossi á árunum 2017-19. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 2019. Hergeir hlakkar til að spila aftur undir stjórn Patreks. „Það hafði helling að segja. Ég vann Íslandsmeistaratitilinn með honum og finnst ótrúlega gaman að spila undir hans stjórn og vinna með honum. Það hafði mikil áhrif á þessa ákvörðun,“ sagði Hergeir. Getum gert stóra hluti Stjarnan endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar í vetur og tapaði 2-0 fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Hergeir sér sóknarfæri hjá Stjörnunni. „Ég sé hellings möguleika. Ég er viss um að við getum byggt upp mjög gott lið. Og þetta er mjög gott lið sem hefur komist í úrslitakeppnina en það vantaði kannski herslumuninn. Við getum gert stóra hluti,“ sagði Hergeir. Hann viðurkennir að það sé ekki auðvelt að yfirgefa Selfoss, félagið sem hann hefur spilað með alla ævi. „Það er mjög erfitt að fara frá Selfossi. Þetta er mitt uppeldisfélag og ég hef spilað þarna frá því ég var barn og unnið marga sigra og kynnst mikið af góðu fólki,“ sagði Hergeir. „Ég er þakklátur fyrir alla á Selfossi og þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning með þessa ákvörðun.“ Alltaf verið miðjumaður Undanfarin tvö tímabil hefur Hergeir spilað á miðjunni eftir að hafa verið í vinstra horninu árin þar á undan. Miðjan eru samt hans náttúrulegu heimkynni. „Ég hef alltaf verið miðjumaður en svo fór ég í hornið til að redda einhverju og maður stóð sig vel þar. Ég spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka og byrjaði þar í meistaraflokki,“ sagði Hergeir. Hann segist hafa fengið tækifæri til að fara í atvinnumennsku en ekkert nógu spennandi til að stökkva á það. „Það hefur alveg verið á borðinu en ekki eitthvað sem ég var nógu hrifinn af. En ég hef ekki lokað þeim dyrum og það kemur kannski að því,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira