Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. maí 2022 07:00 Á svörum fjögurra forstjóra í íslensku atvinnulífi má sjá að fyrirtæki gera sér grein fyrir því að áherslur í mannauðsmálum eru gjörbreyttar þar sem enn meira þarf til en áður til að laða til sín starfsfólk. Forstjórar í íslensku atvinnulíf horfa til mannauðsmála á Viðskiptaþinginu sem haldið verður á alþjóðlega mannauðsdeginum, föstudaginn 20.maí. Fv. efri: Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka. Fv. neðri: Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Lyfju, Eggert Kristófersson forstjóri Festu. Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. Þá er ljóst að fyrirtæki leggja æ meiri áherslu á ný virðisaukandi fríðindi til að laða til sín starfsfólk og hvergi er annað hægt en að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna sinna ef ætlunin er að halda í við samkeppni um gott fólk. Svo ekki sé talað um að fyrirtækin starfi eftir sterkum gildum. Í þessari viku fjallar Atvinnulífið sérstaklega um nýjar áherslur í mannauðsmálum og hvað mögulega þarf til, svo ekki stefni í skort á vinnuafli. Því að The Great Resignation er tímabil vinnumarkaðarins núna. Eða Stóra uppsögnin. Gjörbreytt staða vinnumarkaðarins er umræðuefni Viðskiptaþingsins sem haldið verður á alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí. Af því tilefni leituðum við til fjögurra forstjóra og spurðum: Hvað telur þú mikilvægt að stjórnendur íslenskra fyrirtækja átti sig á hvað varðar breytt landslag í mannauðs- og starfsmannamálum komandi missera og ára? Hjá Ölgerðinni leiddi stefnumótunarvinna af sér Roadmap 2024 sem Andri Þór forstjóri segir að gangi út á að skapa eftirsóknarverðan vinnustað. Andri segir kynslóð X hafa komið inn með breytt viðhorf á síðustu árum og búast megi við enn frekari breytingum þegar kynslóð Z fer að streyma inn á vinnumarkaðinn með sterkar skoðanir og væntingar til vinnu. Vísir/Vilhelm Kynslóð X og Z með ný og breytt viðhorf Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar: „Stefnumótun Ölgerðarinnar til næstu ára sem við köllum R24 – eða Roadmap 2024 – gengur út á að skapa eftirsóknarverðar vinnustað. Af hverju öll þessi áhersla á það? Jú vegna þess að við trúum þeirri hugmyndafræði að það séu að verða kaflaskil varðandi mannauðs- og starfsmannamál. Við höfum á undanförnum árum fundið fyrir breytingum í viðhorfum hjá kynslóð X og munum í vaxandi mæli finna að kynslóð Z sem er að streyma inná vinnumarkaðinn núna er með sterkar skoðanir og væntingar til vinnu. Það er mikilvægt að fella stefnu fyrirtækisins í mannauðsmálum að menningu fyrirtækisins og öfugt. Menningin er fyrirbæri sem stjórnendur þurfa móta til að hún styðji við markmið fyrirtækisins. Hjá Ölgerðinni eru fjögur meginstef í stefnumótuninni. A) Vöxtur með vöruþróun og samrunum. Vaxtarfókus viðheldur orkustigi og hugarfari sigurvegara – þannig sköpum við meiri starfsánægju og eftirsóttari vinnustað. B) Við ætlum að nýta okkar stafræna þróun til samkeppnisforskots með því að eyða sóun í rekstri, auka sölu í vefverslun og vinna stafræn gögn til að skapa samkeppnisforskot. Framsækið fyrirtæki er eftirsóttari vinnustaður. C) Við ætlum að setja fókus á sjálfbærni og mæta nútímaþörfum viðskiptavina án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum. Það er markviss vinna og einlægur vilji fyrirtækisins og starfsmanna að gera betur og skapa tilgang. Að vera í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni skapar aukna starfsánægju og eftirsóttari vinnustað. D) Fjölbreyttur vinnustaður er heilbrigður vinnustaður. Við leggjum áherslu á að laða til okkar starfsfólk með mismunandi viðhorf, ólíkan bakgrunn af mismunandi kyn og af öllum aldri. Fjölbreyttur hópur starfsfólks hefur fleiri sjónarhorn og hugmyndir og á auðveldara að greina þarfir viðskiptavina og aðlaga þjónustu fyrirtækisins að þeim. Við náum betri árangri með fjölbreytileikanum og sköpum þannig eftirsóttari vinnustað.“ Birna, forstjóri Íslandsbanka, segir stjórnendur þurfa að gera vinnustaði enn eftirsóknaverðari en áður. Vinnustaðamenning, vinnutími, sveigjanleiki vinnutímans og tækifæri til starfsþróunar skipti allt máli en einnig að fyrirtæki starfi eftir sterkum gildum. Virðing, sjálfbærni og umhverfismál eru þar nefnd sem dæmi. Vísir/Vilhelm Fólk vill starfa hjá fyrirtækjum sem vinna eftir sterkum gildum Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka: „Áskoranir fyrirtækja í mannauðsmálum hafa breyst mjög hratt á undanförnum árum og eru bankarnir þar ekki undanskildir. Bankar, líkt og mörg önnur fyrirtæki, eru að breytast í tæknifyrirtæki þar sem eftirspurn eftir ákveðinni sérþekkingu er gríðarlega mikil og samkeppnin um fólk því aukist. Heimurinn hefur líka minnkað í þeim skilningi að nú er auðveldara að vinna hvar sem er í heiminum og því auðveldara að starfa hjá erlendu fyrirtæki en vera staðsett á Íslandi. Stjórnendur þurfa því að gera vinnustaðinn enn eftirsóknarverðari en áður og laða til sín ungt fólk. Við finnum það mjög sterkt að þá skiptir vinnustaðamenningin og vinnutíminn mjög miklu máli. Fólk í atvinnuleit vill starfa hjá fyrirtæki sem vinnur eftir sterkum gildum og kemur fram við starfsfólkið sitt af virðingu, leggur áherslu á sjálfbærnimál eins og umhverfismál og fjölbreytileika og býður upp á vettvang til vaxtar. Einnig sjáum við að fólk vill vinna með sveigjanlegri hætti bæði með tilliti til staðsetningar og tíma. Við innleiddum fyrir nokkrum árum verkefnamiðaða vinnuaðstöðu þar sem við kvöddum hinar gamalgrónu skrifstofur og buðum starfsfólki að vinna á þeim stað í húsnæðinu sem hentaði verkefninu hverju sinni. Þetta mældist vel fyrir en það skipti miklu máli að innleiða þetta í takt við starfsfólk. Í framhaldi settum við okkur fjarvinnustefnu áður en heimsfaraldur skall á og var hvatinn okkur þar að auka sveigjanleika starfsfólks og um leið draga úr kolefnisspori bankans. Það má síðan segja að heimsfaraldurinn hafi hraðað þessari innleiðingu og í dag erum við að taka frekari skref og ná góðum takti á fjarvinnu starfsmanna sem mælist mjög vel fyrir.“ Eggert, forstjóri Festi, hvetur stjórnendur til að vera stórhuga í mannauðsmálum og bendir til dæmis á að ýmiss virðisaukandi fríðindi muni þurfa til að laða til sín starfsfólk. Hjá Festi hefur til dæmis verið innleidd Velferðaþjónusta fyrir starfsfólk. Velferðaþjónusta starfsfólks dæmi um ný virðisaukandi fríðindi Eggert Kristófersson forstjóri Festi: „Það er augljóst að mannauðsmálin taka stöðugum breytingum frá ári til árs. Fólk í atvinnuleit gerir nú meiri kröfur hvað varðar öruggt og gefandi starfsumhverfi og höfum við hjá Festi ekki farið varhluta af þeirri þróun. Það þarf vonandi ekki að minna á að einn mikilvægasti auður allra fyrirtækja er starfsfólkið og því þarf að huga vel að þessum hóp til að stuðla að aukinni starfsánægju og velferð, hvort sem um er að ræða fólk í hlutastarfi eða fullu starfi. Hjá Festi starfa að jafnaði um tvöþúsund manns hjá N1, Krónunni, ELKO og Bakkanum og er því að mörgu að hyggja í starfsmannamálum innan félaganna sem hafa öll mismunandi fyrirtækjamenningu. Nú sem áður er mikilvægt að félög marki sér mannauðs-, jafnlauna- og jafnréttisstefnur og þarf að fylgja þeim eftir í verki, ekki aðeins í orði. Festi hefur til að mynda lagt mikla áherslu á að veita starfsfólkinu hvers kyns stuðning þegar kemur að bæði andlegri og líkamlegri heilsu og var stóru mannauðsverkefni ýtt úr vör í fyrra með tilkomu velferðarpakka Festi og dótturfélaga. Þar standa starfsfólki til boða hinir ýmsu styrkir, aðstoð og velferðarþjónusta þar sem lögð er áhersla á andlega og líkamlega heilsu, auk lýðheilsu. Starfsfólk okkar er eindregið hvatt til að nýta sér þessa þjónustu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Slík virðisaukandi fríðindi munu eflaust laða að sér starfsfólk sem vill starfa á fyrirmyndarvinnustað til lengri tíma, á tímum þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á starfskröftum á næstunni. Ég tel að góður stuðningur innan vinnustaðar sé lykilatriði þegar kemur að andlegri og líkamlegri vellíðan og velferð starfsfólks. Stjórnendur þurfa að vera stórhuga í þessum efnum og mega ekki vera hræddir við að prófa sig áfram og vera fyrstir til. Það getur skipt sköpum þegar kemur að öflun nýs starfsfólks sem lítur ef til vill frekar til hvetjandi starfsumhverfis og vinnuanda þegar sótt er um starf, í stað annarra þátta sem áður þóttu eftirsóknarverðari.“ Sigríður Margrét segir stöðuna nú vera þá að stjórnendur verði að setja mannauðsmálin í fyrsta sæti. Þar þurfi að leggja áherslu á að vinna með styrkleika starfsfólks og byggja þá upp en ekki síst að stjórnendur séu traustsins verðir og hugi vel að líðan starfsmanna sinna. „Hvenær spurðir þú þína starfsmenn síðast hvernig þeim líður?“ Sigríður Oddsteinsdóttir, forstjóri Lyfju: „Á næstu fjórum árum mun innlendu fólki á vinnualdri fjölga um 3.000 en störfum mun fjölga um 15.000 hið minnsta samkvæmt Samtökum Atvinnulífsins. Þörf fyrir innflutning erlends starfsfólks verður því mikil og samkeppni um starfsfólk mun aukast, bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Fyrirtæki eru ekkert nema starfsfólkið sem velur að starfa hjá þeim. Með hliðsjón af þessu verða mannauðsmálin mikilvægustu málin á komandi misserum. Laun hafa vissulega áhrif en þau skipta ekki mestu máli, innan við 20% Íslendinga eldri en 18 ára segist aðeins vera í vinnunni launanna vegna, samkvæmt Neyslu- og lífstílskönnun Gallup, þannig hefur það verið undanfarin fimmtán ár. Til þess að vera samkeppnishæf um gott fólk þurfa fyrirtæki að hafa mikilvægan tilgang, skýra stefnu sem raungerist og fyrirtæki þurfa að bjóða góð starfsskilyrði sem taka mið af þörfum hvers tíma og starfsfólkinu sjálfu. Ef okkur líður vel og höfum tilgang, þá gerum við allt betur. Ég held að allir stjórnendur standi frammi fyrir áskorun hvað varðar mannauðs- og starfsmannamál sem speglast í mettölum um hlutfall þeirra sem telja það líklegt að þeir leiti sér að öðru starfi hjá öðrum vinnuveitanda, þetta er að gerast þvert á lönd og þvert á atvinnugreinar. Í kynningu sem ég fór á hjá Gallup um starfsmannaveltu og hvort fólk væri að leita sér að starfi á Íslandi kom fram að helmingur svarenda á Íslandi eru að leita sér að nýju starfi eða opin fyrir nýjum tækifærum. Það kom líka fram að þeir sem hafa skipt um starf á síðustu tveimur árum telja að stjórnendur hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir að þeir hættu. Alveg eins og stjórnir fyrirtækja eiga að tryggja að þau hafi skýra sýn, gott skipulag og veita rekstrinum eftirlit þurfa stjórnendur fyrirtækjanna að setja mannauðsmálin í fyrsta sæti, vinna með styrkleika starfsmanna og byggja þá upp, vera traustsins verðir og huga að líðan þeirra. Hvenær spurðir þú þína starfsmenn síðast hvernig þeim líður?“ Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Þá er ljóst að fyrirtæki leggja æ meiri áherslu á ný virðisaukandi fríðindi til að laða til sín starfsfólk og hvergi er annað hægt en að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna sinna ef ætlunin er að halda í við samkeppni um gott fólk. Svo ekki sé talað um að fyrirtækin starfi eftir sterkum gildum. Í þessari viku fjallar Atvinnulífið sérstaklega um nýjar áherslur í mannauðsmálum og hvað mögulega þarf til, svo ekki stefni í skort á vinnuafli. Því að The Great Resignation er tímabil vinnumarkaðarins núna. Eða Stóra uppsögnin. Gjörbreytt staða vinnumarkaðarins er umræðuefni Viðskiptaþingsins sem haldið verður á alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí. Af því tilefni leituðum við til fjögurra forstjóra og spurðum: Hvað telur þú mikilvægt að stjórnendur íslenskra fyrirtækja átti sig á hvað varðar breytt landslag í mannauðs- og starfsmannamálum komandi missera og ára? Hjá Ölgerðinni leiddi stefnumótunarvinna af sér Roadmap 2024 sem Andri Þór forstjóri segir að gangi út á að skapa eftirsóknarverðan vinnustað. Andri segir kynslóð X hafa komið inn með breytt viðhorf á síðustu árum og búast megi við enn frekari breytingum þegar kynslóð Z fer að streyma inn á vinnumarkaðinn með sterkar skoðanir og væntingar til vinnu. Vísir/Vilhelm Kynslóð X og Z með ný og breytt viðhorf Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar: „Stefnumótun Ölgerðarinnar til næstu ára sem við köllum R24 – eða Roadmap 2024 – gengur út á að skapa eftirsóknarverðar vinnustað. Af hverju öll þessi áhersla á það? Jú vegna þess að við trúum þeirri hugmyndafræði að það séu að verða kaflaskil varðandi mannauðs- og starfsmannamál. Við höfum á undanförnum árum fundið fyrir breytingum í viðhorfum hjá kynslóð X og munum í vaxandi mæli finna að kynslóð Z sem er að streyma inná vinnumarkaðinn núna er með sterkar skoðanir og væntingar til vinnu. Það er mikilvægt að fella stefnu fyrirtækisins í mannauðsmálum að menningu fyrirtækisins og öfugt. Menningin er fyrirbæri sem stjórnendur þurfa móta til að hún styðji við markmið fyrirtækisins. Hjá Ölgerðinni eru fjögur meginstef í stefnumótuninni. A) Vöxtur með vöruþróun og samrunum. Vaxtarfókus viðheldur orkustigi og hugarfari sigurvegara – þannig sköpum við meiri starfsánægju og eftirsóttari vinnustað. B) Við ætlum að nýta okkar stafræna þróun til samkeppnisforskots með því að eyða sóun í rekstri, auka sölu í vefverslun og vinna stafræn gögn til að skapa samkeppnisforskot. Framsækið fyrirtæki er eftirsóttari vinnustaður. C) Við ætlum að setja fókus á sjálfbærni og mæta nútímaþörfum viðskiptavina án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum. Það er markviss vinna og einlægur vilji fyrirtækisins og starfsmanna að gera betur og skapa tilgang. Að vera í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni skapar aukna starfsánægju og eftirsóttari vinnustað. D) Fjölbreyttur vinnustaður er heilbrigður vinnustaður. Við leggjum áherslu á að laða til okkar starfsfólk með mismunandi viðhorf, ólíkan bakgrunn af mismunandi kyn og af öllum aldri. Fjölbreyttur hópur starfsfólks hefur fleiri sjónarhorn og hugmyndir og á auðveldara að greina þarfir viðskiptavina og aðlaga þjónustu fyrirtækisins að þeim. Við náum betri árangri með fjölbreytileikanum og sköpum þannig eftirsóttari vinnustað.“ Birna, forstjóri Íslandsbanka, segir stjórnendur þurfa að gera vinnustaði enn eftirsóknaverðari en áður. Vinnustaðamenning, vinnutími, sveigjanleiki vinnutímans og tækifæri til starfsþróunar skipti allt máli en einnig að fyrirtæki starfi eftir sterkum gildum. Virðing, sjálfbærni og umhverfismál eru þar nefnd sem dæmi. Vísir/Vilhelm Fólk vill starfa hjá fyrirtækjum sem vinna eftir sterkum gildum Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka: „Áskoranir fyrirtækja í mannauðsmálum hafa breyst mjög hratt á undanförnum árum og eru bankarnir þar ekki undanskildir. Bankar, líkt og mörg önnur fyrirtæki, eru að breytast í tæknifyrirtæki þar sem eftirspurn eftir ákveðinni sérþekkingu er gríðarlega mikil og samkeppnin um fólk því aukist. Heimurinn hefur líka minnkað í þeim skilningi að nú er auðveldara að vinna hvar sem er í heiminum og því auðveldara að starfa hjá erlendu fyrirtæki en vera staðsett á Íslandi. Stjórnendur þurfa því að gera vinnustaðinn enn eftirsóknarverðari en áður og laða til sín ungt fólk. Við finnum það mjög sterkt að þá skiptir vinnustaðamenningin og vinnutíminn mjög miklu máli. Fólk í atvinnuleit vill starfa hjá fyrirtæki sem vinnur eftir sterkum gildum og kemur fram við starfsfólkið sitt af virðingu, leggur áherslu á sjálfbærnimál eins og umhverfismál og fjölbreytileika og býður upp á vettvang til vaxtar. Einnig sjáum við að fólk vill vinna með sveigjanlegri hætti bæði með tilliti til staðsetningar og tíma. Við innleiddum fyrir nokkrum árum verkefnamiðaða vinnuaðstöðu þar sem við kvöddum hinar gamalgrónu skrifstofur og buðum starfsfólki að vinna á þeim stað í húsnæðinu sem hentaði verkefninu hverju sinni. Þetta mældist vel fyrir en það skipti miklu máli að innleiða þetta í takt við starfsfólk. Í framhaldi settum við okkur fjarvinnustefnu áður en heimsfaraldur skall á og var hvatinn okkur þar að auka sveigjanleika starfsfólks og um leið draga úr kolefnisspori bankans. Það má síðan segja að heimsfaraldurinn hafi hraðað þessari innleiðingu og í dag erum við að taka frekari skref og ná góðum takti á fjarvinnu starfsmanna sem mælist mjög vel fyrir.“ Eggert, forstjóri Festi, hvetur stjórnendur til að vera stórhuga í mannauðsmálum og bendir til dæmis á að ýmiss virðisaukandi fríðindi muni þurfa til að laða til sín starfsfólk. Hjá Festi hefur til dæmis verið innleidd Velferðaþjónusta fyrir starfsfólk. Velferðaþjónusta starfsfólks dæmi um ný virðisaukandi fríðindi Eggert Kristófersson forstjóri Festi: „Það er augljóst að mannauðsmálin taka stöðugum breytingum frá ári til árs. Fólk í atvinnuleit gerir nú meiri kröfur hvað varðar öruggt og gefandi starfsumhverfi og höfum við hjá Festi ekki farið varhluta af þeirri þróun. Það þarf vonandi ekki að minna á að einn mikilvægasti auður allra fyrirtækja er starfsfólkið og því þarf að huga vel að þessum hóp til að stuðla að aukinni starfsánægju og velferð, hvort sem um er að ræða fólk í hlutastarfi eða fullu starfi. Hjá Festi starfa að jafnaði um tvöþúsund manns hjá N1, Krónunni, ELKO og Bakkanum og er því að mörgu að hyggja í starfsmannamálum innan félaganna sem hafa öll mismunandi fyrirtækjamenningu. Nú sem áður er mikilvægt að félög marki sér mannauðs-, jafnlauna- og jafnréttisstefnur og þarf að fylgja þeim eftir í verki, ekki aðeins í orði. Festi hefur til að mynda lagt mikla áherslu á að veita starfsfólkinu hvers kyns stuðning þegar kemur að bæði andlegri og líkamlegri heilsu og var stóru mannauðsverkefni ýtt úr vör í fyrra með tilkomu velferðarpakka Festi og dótturfélaga. Þar standa starfsfólki til boða hinir ýmsu styrkir, aðstoð og velferðarþjónusta þar sem lögð er áhersla á andlega og líkamlega heilsu, auk lýðheilsu. Starfsfólk okkar er eindregið hvatt til að nýta sér þessa þjónustu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Slík virðisaukandi fríðindi munu eflaust laða að sér starfsfólk sem vill starfa á fyrirmyndarvinnustað til lengri tíma, á tímum þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á starfskröftum á næstunni. Ég tel að góður stuðningur innan vinnustaðar sé lykilatriði þegar kemur að andlegri og líkamlegri vellíðan og velferð starfsfólks. Stjórnendur þurfa að vera stórhuga í þessum efnum og mega ekki vera hræddir við að prófa sig áfram og vera fyrstir til. Það getur skipt sköpum þegar kemur að öflun nýs starfsfólks sem lítur ef til vill frekar til hvetjandi starfsumhverfis og vinnuanda þegar sótt er um starf, í stað annarra þátta sem áður þóttu eftirsóknarverðari.“ Sigríður Margrét segir stöðuna nú vera þá að stjórnendur verði að setja mannauðsmálin í fyrsta sæti. Þar þurfi að leggja áherslu á að vinna með styrkleika starfsfólks og byggja þá upp en ekki síst að stjórnendur séu traustsins verðir og hugi vel að líðan starfsmanna sinna. „Hvenær spurðir þú þína starfsmenn síðast hvernig þeim líður?“ Sigríður Oddsteinsdóttir, forstjóri Lyfju: „Á næstu fjórum árum mun innlendu fólki á vinnualdri fjölga um 3.000 en störfum mun fjölga um 15.000 hið minnsta samkvæmt Samtökum Atvinnulífsins. Þörf fyrir innflutning erlends starfsfólks verður því mikil og samkeppni um starfsfólk mun aukast, bæði í einkageiranum og opinbera geiranum. Fyrirtæki eru ekkert nema starfsfólkið sem velur að starfa hjá þeim. Með hliðsjón af þessu verða mannauðsmálin mikilvægustu málin á komandi misserum. Laun hafa vissulega áhrif en þau skipta ekki mestu máli, innan við 20% Íslendinga eldri en 18 ára segist aðeins vera í vinnunni launanna vegna, samkvæmt Neyslu- og lífstílskönnun Gallup, þannig hefur það verið undanfarin fimmtán ár. Til þess að vera samkeppnishæf um gott fólk þurfa fyrirtæki að hafa mikilvægan tilgang, skýra stefnu sem raungerist og fyrirtæki þurfa að bjóða góð starfsskilyrði sem taka mið af þörfum hvers tíma og starfsfólkinu sjálfu. Ef okkur líður vel og höfum tilgang, þá gerum við allt betur. Ég held að allir stjórnendur standi frammi fyrir áskorun hvað varðar mannauðs- og starfsmannamál sem speglast í mettölum um hlutfall þeirra sem telja það líklegt að þeir leiti sér að öðru starfi hjá öðrum vinnuveitanda, þetta er að gerast þvert á lönd og þvert á atvinnugreinar. Í kynningu sem ég fór á hjá Gallup um starfsmannaveltu og hvort fólk væri að leita sér að starfi á Íslandi kom fram að helmingur svarenda á Íslandi eru að leita sér að nýju starfi eða opin fyrir nýjum tækifærum. Það kom líka fram að þeir sem hafa skipt um starf á síðustu tveimur árum telja að stjórnendur hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir að þeir hættu. Alveg eins og stjórnir fyrirtækja eiga að tryggja að þau hafi skýra sýn, gott skipulag og veita rekstrinum eftirlit þurfa stjórnendur fyrirtækjanna að setja mannauðsmálin í fyrsta sæti, vinna með styrkleika starfsmanna og byggja þá upp, vera traustsins verðir og huga að líðan þeirra. Hvenær spurðir þú þína starfsmenn síðast hvernig þeim líður?“
Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00
„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00