Sigurður Bragason: Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2022 22:23 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk tímabili ÍBV í Olís-deildinni. En liðið tapaði þriðja leiknum í röð í einvígi sínu gegn Fram í undanúrslitum, 27-24. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“ Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35