Haukar segja frá því á miðlum sínum að félagið hafi ráðið Rúnar Sigtrygsson sem nýjan þjálfara karlaliðs félagsins í handknattleik. Rúnar tekur við starfinu af Aroni Kristjánssyni.
Rúnar hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Á sínum tíma lék hann 118 leiki fyrir A-landslið karla í handbolta og skoraði í þeim 105 mörk. Hann var meðal annars í liðinu sem náði fjórða sæti á EM í Svíþjóð árið 2002, en hann lék einnig á Ólympíuleikunum í Aþenu tveimur árum síðar.
Þá hefur Rúnar komið víða við á þjálfaraferli sínum. Hann hefur þjálfað Eisenach, EHV Aue og Balingen-Weilstetten í Þýskalandi, en hér heima á Íslandi hefur hann starfað bæði fyrir Akureyri og Stjörnuna, ásamt því að sjá um þjálfun U-16 ára landsliðs karla.
Rúnar er heldur ekki ókunnur Ásvöllum og Haukum sem félagi, en hann lék með Haukum árin 1996-1998 og 2000-2002. Mað Haukum varð Rúnar bikarmeistari í þrígang, Íslandsmeistari og deildarmeistari.
Rúnar Sigtryggsson tekur við karlaliði Hauka. Rúnar er ekki ókunnugur Ásvöllum, en hann lék með Haukum árin 96-98 og 00-02 og varð bikarmeistari árið 97, bikar-og íslandsmeistari árið 01 og bikar- og deildarmeistari 02. Tjörvi Þorgeirsson starfa sem spilandi aðstoðarþjálfari. pic.twitter.com/jCHGPKNsHh
— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) May 12, 2022