Nær engar líkur á að City og Liverpool spili hreinan úrslitaleik um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Pep Guardiola grínaðist með Trent Alexander-Arnold í síðasta leik Manchester City og Liverpool. Getty/Michael Regan Það virðist ekkert lið ráða við særða Manchester City menn því eftir klúðrið í Meistaradeildinni á dögunum þá rúllar liðið nú upp hverju liðinu á fætur öðru í ensku úrvalsdeildinni. City hefur fyrir vikið ekki aðeins náð þriggja stiga forskoti á Liverpool á toppnum heldur hefur liðið nú einnig stórbætt markatölu sína og er komið með gott forskot þar líka. City hefur unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 10-1 en á sama tíma hefur Liverpool gert jafntefli og rétt marið 2-1 sigur á Aston Villa. Fyrir leikinn í gærkvöldi, þar sem Manchester City vann 5-1 útisigur á Úlfunum, þá voru einhverjir enn að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City og Liverpool myndu spila aukaleik um Englandsmeistaratitilinn, hreinan úrslitaleik eftir að öll lið höfðu klárað sína leiki. Það var nefnilega ekkert svo rosalega fjarlægður möguleiki eða þar til að City tók fjögurra marka stökk í markatölunni í gærkvöldi. The nightmare scenario that could see Man City face Liverpool FC in play-off for Premier League title #mcfc https://t.co/EiX0SiH5xF— Manchester City News (@ManCityMEN) May 10, 2022 Ef Manchester City og Liverpool enda alveg jöfn, með sama stigafjölda og sömu markatölu, þá þarf að fara fram sérstakur aukaleikur um Englandsmeistaratitilinn því báðir innbyrðis leikir liðanna í vetur enduðu með 2-2 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hefði Liverpool því þurft að vinna upp þriggja marka forskot í markatölu en nú munar sjö mörkum á markatölu liðanna. Með þessum sigri City í gær þá er möguleikinn á hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn nánast úr sögunni. Fyrir stórsigurinn á Molineux í Wolverhampton þá var markatala City 89-21 en markatala Liverpool 89-24. Það voru því möguleikar á að hún endaði nákvæmlega jöfn. Nú er City aftur á móti komið með markatöluna 94-22 eða plús 72 mörk á meðan Liverpool er aðeins með plús 65 mörk. Fyrir umferðina í vikunni hefði tveggja marka sigur Liverpool og tveggja marka tap City verið nóg til að liðin enduðu alveg jöfn en nú þarf miklu meira til. Í fyrsta lagi þarf sjóðheitt lið City að fara tapa stigum hvað þá að fara að tapa leikjum. Þetta stóra stökk í markatölu þýðir líka að City þarf eiginlega að tapa stigum í báðum síðustu leikjum sínum svo að Liverpool eigi möguleika á því að komast upp fyrir Pep Guardiola og lærisveina hans. Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
City hefur fyrir vikið ekki aðeins náð þriggja stiga forskoti á Liverpool á toppnum heldur hefur liðið nú einnig stórbætt markatölu sína og er komið með gott forskot þar líka. City hefur unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 10-1 en á sama tíma hefur Liverpool gert jafntefli og rétt marið 2-1 sigur á Aston Villa. Fyrir leikinn í gærkvöldi, þar sem Manchester City vann 5-1 útisigur á Úlfunum, þá voru einhverjir enn að velta fyrir sér möguleikanum á því að Manchester City og Liverpool myndu spila aukaleik um Englandsmeistaratitilinn, hreinan úrslitaleik eftir að öll lið höfðu klárað sína leiki. Það var nefnilega ekkert svo rosalega fjarlægður möguleiki eða þar til að City tók fjögurra marka stökk í markatölunni í gærkvöldi. The nightmare scenario that could see Man City face Liverpool FC in play-off for Premier League title #mcfc https://t.co/EiX0SiH5xF— Manchester City News (@ManCityMEN) May 10, 2022 Ef Manchester City og Liverpool enda alveg jöfn, með sama stigafjölda og sömu markatölu, þá þarf að fara fram sérstakur aukaleikur um Englandsmeistaratitilinn því báðir innbyrðis leikir liðanna í vetur enduðu með 2-2 jafntefli. Fyrir leikinn í gær hefði Liverpool því þurft að vinna upp þriggja marka forskot í markatölu en nú munar sjö mörkum á markatölu liðanna. Með þessum sigri City í gær þá er möguleikinn á hreinan úrslitaleik um meistaratitilinn nánast úr sögunni. Fyrir stórsigurinn á Molineux í Wolverhampton þá var markatala City 89-21 en markatala Liverpool 89-24. Það voru því möguleikar á að hún endaði nákvæmlega jöfn. Nú er City aftur á móti komið með markatöluna 94-22 eða plús 72 mörk á meðan Liverpool er aðeins með plús 65 mörk. Fyrir umferðina í vikunni hefði tveggja marka sigur Liverpool og tveggja marka tap City verið nóg til að liðin enduðu alveg jöfn en nú þarf miklu meira til. Í fyrsta lagi þarf sjóðheitt lið City að fara tapa stigum hvað þá að fara að tapa leikjum. Þetta stóra stökk í markatölu þýðir líka að City þarf eiginlega að tapa stigum í báðum síðustu leikjum sínum svo að Liverpool eigi möguleika á því að komast upp fyrir Pep Guardiola og lærisveina hans.
Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn