„Mér fannst leikurinn bara vera jafn og þeir áttu nú þarna eitt eða tvö skot í stöng eða slá og það var lítið að gerast í þessum leik þannig þetta er svona eins fúlt og það getur orðið.”
Hefði jafntefli verið sanngjörn niðurstaða að hans mati?
„Já mér hefði ekki fundist það ósanngjarnt.”
Kom það Ólafi á óvart hvernig leikurinn þróaðist, þ.e.a.s. að FH hafi haldið meira í boltann og KA varist vel?
„Það hefur alltaf verið erfitt að spila við KA, sérstaklega hérna fyrir norðan, þannig þú þarft að vera með ákveðna þolinmæði þannig við vissum alveg hvernig leikurinn myndi vera, þeir eru sterkir hérna og erfiðir við að eiga.”
Lasse Petry spilaði sinn fyrsta leik fyrir FH í dag og var Ólafur nokkuð sáttur við hans framlag í leiknum.
„Mér fannst hann bara fínn, hann er ekki í mikilli leikæfingu þannig það var frábært fyrir hann að ná hérna 90 mínútum og hann verður bara betri.”
„Hann er bara góður fótboltamaður og út á það gengur þetta, hann er yfirvegaður og klókur og góður á boltanum”, bætti Ólafur við.
Sigurður Egill Lárusson hefur mikið verið orðaður við FH undanfarið en félagaskiptaglugginn lokar núna á miðnætti. Ólafur segir hvorki hann né neinn annan leikmann vera á leiðinni til félagsins.
„Við erum ekkert að ná í neina leikmenn”, sagði Ólafur einfaldlega að lokum.