Everton greip ekki gæsina | Botnliðið tapaði með þremur gegn Leicester Atli Arason skrifar 11. maí 2022 21:25 Demarai Gray hefði getað tryggt Everton stigin þrjú í kvöld en tókst ekki að nýta færi sitt. Stigið gæti þó reynst liðinu mikilvægt. Getty Images Watford batt enda á taphrinu sína á heimavelli með markalausu jafntefli gegn Everton á meðan Leicester átti ekki í vandræðum með botnlið Norwich. Everton mistókst að fjarlægast fallsvæðið almennilega með 0-0 jafntefli á útivelli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var nóg um auð sæti á Vicarage Road, heimavelli Watford, í leik liðsins gegn Everton. Watford er nú þegar fallið úr úrvalsdeildinni en liðið hafði tapað síðustu 11 leikjum í röð á heimavelli. Leikur liðanna var frekar bragðdaufur og fátt um fína drætti. Watford virtist líklegra til að skora í upphafi leiks en Pickford sá við öllu sem heimamenn reyndu. Besta færi leiksins féll þó fyrir Demarai Gray, leikmann Everton, eftir klukkutíma leik. Gray tókst ekki að nýta marktækifæri sitt af stuttu færi. 0-0 urðu lokatölur sem bindur enda á 11 leikja taphrinu Watford á heimavelli. Watford er áfram í 19. sæti með 23 stig en Everton fer upp í 36 stig í 16. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Jamie Vardy skoraði tvö mörk í kvöld og er nú kominn með 12 mörk í deildinni á þessu tímabili.Getty Images Leicester vann öruggan 3-0 sigur á hinu liðinu sem er nú þegar fallið, botnliði Norwich. Leikurinn skipti ekki miklu máli fyrir bæði lið þar sem þau hafa í raun engu að keppa. Leicester á ekki möguleika á Evrópusæti og Norwich er fallið úr Úrvalsdeildinni. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en í þeim síðari gerir Jamie Vardy tvö mörk á átta mínútna kafla, á 54. og 62. mínútu. James Maddison gerir svo þriðja mark Leicester á 70. mínútu. Leicester fer með sigrinum upp í 10. sæti deildarinnar með 45 stig en Norwich er eftir sem áður á botni deildarinnar með 21 stig. Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Everton mistókst að fjarlægast fallsvæðið almennilega með 0-0 jafntefli á útivelli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var nóg um auð sæti á Vicarage Road, heimavelli Watford, í leik liðsins gegn Everton. Watford er nú þegar fallið úr úrvalsdeildinni en liðið hafði tapað síðustu 11 leikjum í röð á heimavelli. Leikur liðanna var frekar bragðdaufur og fátt um fína drætti. Watford virtist líklegra til að skora í upphafi leiks en Pickford sá við öllu sem heimamenn reyndu. Besta færi leiksins féll þó fyrir Demarai Gray, leikmann Everton, eftir klukkutíma leik. Gray tókst ekki að nýta marktækifæri sitt af stuttu færi. 0-0 urðu lokatölur sem bindur enda á 11 leikja taphrinu Watford á heimavelli. Watford er áfram í 19. sæti með 23 stig en Everton fer upp í 36 stig í 16. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Jamie Vardy skoraði tvö mörk í kvöld og er nú kominn með 12 mörk í deildinni á þessu tímabili.Getty Images Leicester vann öruggan 3-0 sigur á hinu liðinu sem er nú þegar fallið, botnliði Norwich. Leikurinn skipti ekki miklu máli fyrir bæði lið þar sem þau hafa í raun engu að keppa. Leicester á ekki möguleika á Evrópusæti og Norwich er fallið úr Úrvalsdeildinni. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en í þeim síðari gerir Jamie Vardy tvö mörk á átta mínútna kafla, á 54. og 62. mínútu. James Maddison gerir svo þriðja mark Leicester á 70. mínútu. Leicester fer með sigrinum upp í 10. sæti deildarinnar með 45 stig en Norwich er eftir sem áður á botni deildarinnar með 21 stig.
Enski boltinn Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn