„Risa úrslit og risa frammistaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. maí 2022 22:30 Jürgen Klopp gat leyft sér að fagna í leikslok. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hrósaði liðinu sérstaklega fyrir það hvernig þeir brugðust við því að lenda undir snemma leiks. „Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
„Þetta voru risa úrslit og risa frammistaða. Eftir alla þessa leiki sem við erum búnir að spila og við byrjuðum ekki vel í kvöld. Við þurftum smá tíma til að aðlagast, en brugðumst vel við þegar við lentum 1-0 undir,“ sagði Þjóðverjinn í leikslok. „Við getum ekki gert meira en að vinna leikina. Ég er viss um að mikið af fólki hafi búist við því að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en að sjá hvernig strákarnir tókust á við þetta var algjörlega framúrskarandi. Næst er það bikarúrslitaleikur á laugardaginn og við verðum klárir í hann.“ Eins og áður segir þá tóku heimamenn í Aston Villa forystuna snemma leiks. Í aðdraganda marksins var þó nokkuð augljós rangstaða sem ekkert var dæmt á og Klopp lét óánægju sína með þá ákvörðun í ljós. „Ef þið haldið að þetta sé eitthvað sem ég tala bara um þegar við töpum. Þetta er vandamál sem þarf að leysa. Þetta var augljós rangstaða en leikurinn var bara látinn halda áfram og við vorum undir pressu á þessu augnabliki. VAR hafði ekki áhrif á úrslitin í dag, en við þurfum í alvöru að fara að velta því fyrir okkur hvernig við leysum þetta vandamál.“ Þrátt fyrir góð úrslit og góða frammistöðu liðsins þá voru þó slæmar fréttir fyrir Klopp þegar Fabinho þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik vegna meiðsla. „Hann fann fyrir einhverju og það eru slæmar fréttir fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt, en við vitum það ekki.“ Að lokum var stjórinn spurður út í manninn sem skoraði sigurmark kvöldsins, Sadio Mané, en hann hefur nú skorað 15 deildarmörk á tímabilinu. „Hann er vél, ég sagði honum það strax eftir leikinn. Hann er magnaður leikmaður. Hann hefur blöndu af tækni, löngun og líkamlegum styrk. Þetta var frábært mark og hann er frábær. Heimsklassa leikmaður,“ sagði kátur Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. 10. maí 2022 20:54