Baráttusætin í EM-hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2022 12:01 Ásta Eir Árnadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Karitas Tómasdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Natasha Anasi eru í baráttusætunum. vísir/getty/vilhelm Í dag, 10. maí, eru tveir mánuðir þar til íslenska kvennalandsliðið mætir Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu á Englandi. En hvernig myndi hópur Íslands líta út á EM? Vísir kannaði málið. Íslenski hópurinn nokkuð fastmótaður og baráttusætin ekki mörg, svo við grípum í kosningamál. Miðað við 23 manna hópinn sem Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari valdi fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði virðast tuttugu leikmenn vera nokkuð öruggir með sæti sitt í EM-hópnum. Stærstu spurningarmerkin snúa að þriðja markverðinum, hvort Þorsteinn eigi að taka hreinræktaðan bakvörð eða enn einn miðvörðinn með og síðan eina miðju- og kantstöðu. Blikinn Telma Ívarsdóttir hefur verið í hópnum að undanförnu sem þriðji markvörður og langlíklegast er að hún verði það áfram á EM. Þorsteinn valdi Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving í hópinn í fyrra. Þá lék hún með ÍBV. Núna er hún aftur á móti varamarkvörður Vals, og búinn að glíma við meiðsli í vetur, og því afar erfitt að réttlæta að hún verði valin fram yfir Telmu sem lék sinn fyrsta landsleik á SheBelieves mótinu í febrúar. Þorsteinn Halldórsson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðið.vísir/Hulda Margrét Líklegast er að átta varnarmenn verði í EM-hópnum. Sjö ættu að vera öruggar með sæti sitt en baráttan um áttunda sætið stendur á milli Blikanna Ástu Eirar Árnadóttur og Natöshu Anasi. Ásta var kölluð inn í síðasta hóp vegna meiðsla Natöshu. Ásta er hægri bakvörður og það gæti unnið með henni því í íslenska hópnum eru fáir „hreinræktaðir“ bakverðir. Raunar bara tveir, Elísa Viðarsdóttir og Hallbera Gísladóttir. Fjölmargir leikmenn hafa leyst stöðu hægri bakvarðar í íslenska liðinu undanfarin ár en engri tekist að gera stöðuna að sinni. Natasha er úrvals leikmaður og færir íslenska liðinu enn meiri ógn í föstum leikatriðum en það er spurning hvort það sé ekki full mikið að vera með sex miðverði í 23 manna hópi. Undir eðlilegum kringumstæðum væri Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í hópnum en hún hefur verið frá undanfarna mánuði vegna höfuðmeiðsla og fátt bendir til þess að hún verði klár í tæka tíð fyrir EM. Hafrún Rakel Halldórsdóttir gerir einnig tilkall til þess að vera í hópnum, enda getur hún spilað sem bakvörður báðu megin. Hún ristarbrotnaði hins vegar í fyrsta leik Breiðabliks í Bestu deildinni og verður frá í 5-6 vikur. Ellefu af þeim tólf miðju-, kant- og sóknarmönnum sem voru í síðasta landsliðshóp ættu að vera öruggar með sín sæti. Selma Sól Magnúsdóttir hefur verið í hópnum að undanförnu en gæti átt á hættu að missa sætið sitt til Hlínar Eiríksdóttur. Sú síðarnefnda hefur glímt við meiðsli að undanförnu og ekki verið með landsliðinu síðan í fyrstu leikjum þess undir stjórn Þorsteins í apríl í fyrra. Hlín er komin aftur á ferðina og hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Piteå í sænsku úrvalsdeildinni, eitt í rétt mark og eitt í rangt mark. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir gera sér eflaust vonir um að komast í EM-hópinn og möguleikinn er alveg fyrir hendi. Hlín virðist þó vera líklegri en þær báðar. Íslenska liðið er með gnægð miðjumanna og Hlín býður upp á aðra kosti og eykur breiddina á köntunum. Líklegur 23 manna hópur Íslands á EM Markverðir: Sandra Sigurðardóttir, Valur Cecelía Rán Rúnarsdóttir, Bayern München Telma Ívarsdóttir, Breiðablik Varnarmenn: Hallbera Gísladóttir, Kalmar Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München Sif Atladóttir, Selfoss Elísa Viðarsdóttir, Valur Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga Guðrún Arnardóttir, Rosengård Guðný Árnadóttir, AC Milan Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Lyon Dagný Brynjarsdóttir, West Ham Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Orlando Pride Agla María Albertsdóttir, Häcken Alexandra Jóhannsdóttir, Frankfurt Hlín Eiríksdóttir, Piteå Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Bayern München Amanda Andradóttir, Kristianstad Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Brann Elín Metta Jensen, Valur Svava Rós Guðmundsdóttir, Brann Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Belgíu 10. júlí í Manchester. Íslenska liðið mætir Ítalíu í sömu borg 14. júlí. Fjórum dögum síðar eigast Ísland og Frakkland við í Rotherham í lokaumferð riðlakeppninnar. Búast má við því að íslenska liðið leiki allavega einn vináttulandsleik áður en það fer út til Englands. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Íslenski hópurinn nokkuð fastmótaður og baráttusætin ekki mörg, svo við grípum í kosningamál. Miðað við 23 manna hópinn sem Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari valdi fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði virðast tuttugu leikmenn vera nokkuð öruggir með sæti sitt í EM-hópnum. Stærstu spurningarmerkin snúa að þriðja markverðinum, hvort Þorsteinn eigi að taka hreinræktaðan bakvörð eða enn einn miðvörðinn með og síðan eina miðju- og kantstöðu. Blikinn Telma Ívarsdóttir hefur verið í hópnum að undanförnu sem þriðji markvörður og langlíklegast er að hún verði það áfram á EM. Þorsteinn valdi Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving í hópinn í fyrra. Þá lék hún með ÍBV. Núna er hún aftur á móti varamarkvörður Vals, og búinn að glíma við meiðsli í vetur, og því afar erfitt að réttlæta að hún verði valin fram yfir Telmu sem lék sinn fyrsta landsleik á SheBelieves mótinu í febrúar. Þorsteinn Halldórsson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðið.vísir/Hulda Margrét Líklegast er að átta varnarmenn verði í EM-hópnum. Sjö ættu að vera öruggar með sæti sitt en baráttan um áttunda sætið stendur á milli Blikanna Ástu Eirar Árnadóttur og Natöshu Anasi. Ásta var kölluð inn í síðasta hóp vegna meiðsla Natöshu. Ásta er hægri bakvörður og það gæti unnið með henni því í íslenska hópnum eru fáir „hreinræktaðir“ bakverðir. Raunar bara tveir, Elísa Viðarsdóttir og Hallbera Gísladóttir. Fjölmargir leikmenn hafa leyst stöðu hægri bakvarðar í íslenska liðinu undanfarin ár en engri tekist að gera stöðuna að sinni. Natasha er úrvals leikmaður og færir íslenska liðinu enn meiri ógn í föstum leikatriðum en það er spurning hvort það sé ekki full mikið að vera með sex miðverði í 23 manna hópi. Undir eðlilegum kringumstæðum væri Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í hópnum en hún hefur verið frá undanfarna mánuði vegna höfuðmeiðsla og fátt bendir til þess að hún verði klár í tæka tíð fyrir EM. Hafrún Rakel Halldórsdóttir gerir einnig tilkall til þess að vera í hópnum, enda getur hún spilað sem bakvörður báðu megin. Hún ristarbrotnaði hins vegar í fyrsta leik Breiðabliks í Bestu deildinni og verður frá í 5-6 vikur. Ellefu af þeim tólf miðju-, kant- og sóknarmönnum sem voru í síðasta landsliðshóp ættu að vera öruggar með sín sæti. Selma Sól Magnúsdóttir hefur verið í hópnum að undanförnu en gæti átt á hættu að missa sætið sitt til Hlínar Eiríksdóttur. Sú síðarnefnda hefur glímt við meiðsli að undanförnu og ekki verið með landsliðinu síðan í fyrstu leikjum þess undir stjórn Þorsteins í apríl í fyrra. Hlín er komin aftur á ferðina og hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Piteå í sænsku úrvalsdeildinni, eitt í rétt mark og eitt í rangt mark. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir gera sér eflaust vonir um að komast í EM-hópinn og möguleikinn er alveg fyrir hendi. Hlín virðist þó vera líklegri en þær báðar. Íslenska liðið er með gnægð miðjumanna og Hlín býður upp á aðra kosti og eykur breiddina á köntunum. Líklegur 23 manna hópur Íslands á EM Markverðir: Sandra Sigurðardóttir, Valur Cecelía Rán Rúnarsdóttir, Bayern München Telma Ívarsdóttir, Breiðablik Varnarmenn: Hallbera Gísladóttir, Kalmar Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München Sif Atladóttir, Selfoss Elísa Viðarsdóttir, Valur Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga Guðrún Arnardóttir, Rosengård Guðný Árnadóttir, AC Milan Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Lyon Dagný Brynjarsdóttir, West Ham Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Orlando Pride Agla María Albertsdóttir, Häcken Alexandra Jóhannsdóttir, Frankfurt Hlín Eiríksdóttir, Piteå Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Bayern München Amanda Andradóttir, Kristianstad Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Brann Elín Metta Jensen, Valur Svava Rós Guðmundsdóttir, Brann Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Belgíu 10. júlí í Manchester. Íslenska liðið mætir Ítalíu í sömu borg 14. júlí. Fjórum dögum síðar eigast Ísland og Frakkland við í Rotherham í lokaumferð riðlakeppninnar. Búast má við því að íslenska liðið leiki allavega einn vináttulandsleik áður en það fer út til Englands.
Markverðir: Sandra Sigurðardóttir, Valur Cecelía Rán Rúnarsdóttir, Bayern München Telma Ívarsdóttir, Breiðablik Varnarmenn: Hallbera Gísladóttir, Kalmar Glódís Perla Viggósdóttir, Bayern München Sif Atladóttir, Selfoss Elísa Viðarsdóttir, Valur Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga Guðrún Arnardóttir, Rosengård Guðný Árnadóttir, AC Milan Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Lyon Dagný Brynjarsdóttir, West Ham Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Orlando Pride Agla María Albertsdóttir, Häcken Alexandra Jóhannsdóttir, Frankfurt Hlín Eiríksdóttir, Piteå Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Bayern München Amanda Andradóttir, Kristianstad Sóknarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Brann Elín Metta Jensen, Valur Svava Rós Guðmundsdóttir, Brann Sveindís Jane Jónsdóttir, Wolfsburg
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira