Eyjamenn greina frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem segir að samningur Ísaks við félagið sé til þriggja ára.
Ísak hefur leikið allan sinn feril hér heima á Íslandi með FH en hann lék keppnistímabilið 2018 til 2019 með austurríska liðinu Schwaz Handball Tirol.
Þessi hávaxni og öflugi varnarmaður hefur tengingu við Vestmannaeyjar en unnusta hans er Eyjamærin og fótboltakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir sem leikur einmitt með FH.