Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 11:53 Mótmælandi við hvítrússneska sendiráðið í Riga í Lettlandi heldur á teiknuðum myndum af Róman Prótasevits og Sofiu Sapega. Vísir/EPA Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. Sapega er 24 ára gömul. Hún var um borð í flugvél Ryanair sem var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk flugmálayfirvöld skipuðu vélinni að lenda í Minsk. Báru þau fyrir sig sprengjuhótun sem reyndist uppspuni. Sapega og Prótasevtis voru handtekin þegar vélin lenti. Vestræn ríki fordæmdu aðfarir Hvítrússa og beittu þá hertum refsiaðgerðum í kjölfarið. Sviatlana Tsikhanouskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem er í útlegð, harmar fangelsisdóminn yfir Sapega. „Enginn ætti að þjást undir einræðisríki,“ sagði hún á Twitter í dag. Sapega er rússneskur ríkisborgari. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, sagði að Sapega fengi aðstoð en neitaði að fella dóma um hvort að dómurinn yfir henni væri réttlátur. Enn hefur ekki verið rétta yfir Prótasevits. Reuters-fréttastofan segir ekki ljóst hversu langt rannsókn hvítrússneskra yfirvalda á honum sé komin. Prótasevits flúði landið árið 2019 en hann tók meðal annars þátt í að skipuleggja fjöldamótmæli í heimalandinu eftir kosningar árið 2020 þar sem Alexander Lúkasjenka forseti lýsti sjálfan sig sigurvegara þrátt fyrir ásakanir um stórfelld svik. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Sapega er 24 ára gömul. Hún var um borð í flugvél Ryanair sem var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk flugmálayfirvöld skipuðu vélinni að lenda í Minsk. Báru þau fyrir sig sprengjuhótun sem reyndist uppspuni. Sapega og Prótasevtis voru handtekin þegar vélin lenti. Vestræn ríki fordæmdu aðfarir Hvítrússa og beittu þá hertum refsiaðgerðum í kjölfarið. Sviatlana Tsikhanouskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem er í útlegð, harmar fangelsisdóminn yfir Sapega. „Enginn ætti að þjást undir einræðisríki,“ sagði hún á Twitter í dag. Sapega er rússneskur ríkisborgari. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, sagði að Sapega fengi aðstoð en neitaði að fella dóma um hvort að dómurinn yfir henni væri réttlátur. Enn hefur ekki verið rétta yfir Prótasevits. Reuters-fréttastofan segir ekki ljóst hversu langt rannsókn hvítrússneskra yfirvalda á honum sé komin. Prótasevits flúði landið árið 2019 en hann tók meðal annars þátt í að skipuleggja fjöldamótmæli í heimalandinu eftir kosningar árið 2020 þar sem Alexander Lúkasjenka forseti lýsti sjálfan sig sigurvegara þrátt fyrir ásakanir um stórfelld svik.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59