Gamli Púlarinn segir mögulega fernu Liverpool ekki betri en þrennu United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Leikmenn Manchester United fagna með alla þrjá bikarana vorið 1999. Getty/Morris & Stenning Fyrrum framherji Liverpool á tíunda áratugnum er á þeirri skoðun að þrenna Manchester United frá 1999 sé meira afrek en að vinna fernuna í dag eins og Liverpool á enn möguleika á. Liverpool er búið að vinna enska deildabikarinn, er einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og er komið í bæði úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool told a quadruple wouldn't top Man United's treble#LFC https://t.co/AQFBWdSmIx— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 3, 2022 Stan Collymore, sem skoraði 26 mörk í 61 deildarleik fyrir Liverpool frá 1995 til 1997, vill ekki gera of mikið úr mögulegri fernu Liverpool liðsins. Hann segir að hún sé ekki betri en þrenna Manchester United frá 1998/99 en heldur ekki merkilegri en tvenna Tottenham frá 1960/61 og Arsenal 1970/71. Að hans mati yrði þrenna Manchester United síðan merkilegust af þeim öllum. Ástæðan að mati Collymore er hvernig fótboltinn hafi breyst í gegnum tíðina og allir peningarnir sem eru komnir inn í boltann. Vellirnir séu nú betri og líkamleg átök séu minni í leikjunum. Hann viðurkennir þó að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð eins mikil gæði hjá liðum eins og hjá Liverpool og Manchester City þessi misserin. Manchester United varð fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna vorið 1999 en liðið tryggði sér þá alla titlana þrjá á ótrúlegum tíu dögum. Liverpool are six games away from immortality pic.twitter.com/XV3wh7w4eb— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 United tryggði sér sigur í deildinni 16. maí eftir mikið einvígi við Arsenal, vann Newcastle United í úrslitaleik bikarkeppninnar 22. maí og vann síðan Meistaradeildina eftir endurkomusigur á Bayern München í úrslitaleik í Barcelona 26. maí. „Ég veit að einhver ykkar, þá sérstaklega unga fólkið, muni segja að fótboltinn sé miklu betri í dag en hann var á árum áður. Sem dæmi um það getum við bara skoðað stigin sem Liverpool og City hafi náð í hús á síðustu tveimur til þremur árum og hið mikla bil sem er á milli þessara tveggja liða og restarinnar af deildinni, skrifaði Stan Collymore í pistil sinn í Mirror. „Ég samþykki það sjónarmið en segi líka það að það getur ekki verið tilviljun, þegar að leikurinn reynir ekki eins líkamlega á menn lengur, með minni samkeppni frá öðrum liðum og færri samstuðum í leikjunum, að öll met um alla Evrópu hafi fallið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lið fyrri tíma spiluðu á skelfilegum völlum og það voru ekki þessir peningar í boltanum eins og nú, skrifaði Collymore. „Sjáið bara hvernig Liverpool tók Virgil van Dijk og Sadio Mane frá Southampton. Þegar ég spilaði þá eyddi Matt Le Tissier öllum ferli sínum með Saints þrátt fyrir að öll stóru liðin hefðu viljað taka hann eftir tvö eða þrjú ár, hvort sem það var að láta hann spila eða sitja á bekknum, skrifaði Collymore. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yzAdAJSj7Bs">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Liverpool er búið að vinna enska deildabikarinn, er einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og er komið í bæði úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool told a quadruple wouldn't top Man United's treble#LFC https://t.co/AQFBWdSmIx— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 3, 2022 Stan Collymore, sem skoraði 26 mörk í 61 deildarleik fyrir Liverpool frá 1995 til 1997, vill ekki gera of mikið úr mögulegri fernu Liverpool liðsins. Hann segir að hún sé ekki betri en þrenna Manchester United frá 1998/99 en heldur ekki merkilegri en tvenna Tottenham frá 1960/61 og Arsenal 1970/71. Að hans mati yrði þrenna Manchester United síðan merkilegust af þeim öllum. Ástæðan að mati Collymore er hvernig fótboltinn hafi breyst í gegnum tíðina og allir peningarnir sem eru komnir inn í boltann. Vellirnir séu nú betri og líkamleg átök séu minni í leikjunum. Hann viðurkennir þó að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð eins mikil gæði hjá liðum eins og hjá Liverpool og Manchester City þessi misserin. Manchester United varð fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna vorið 1999 en liðið tryggði sér þá alla titlana þrjá á ótrúlegum tíu dögum. Liverpool are six games away from immortality pic.twitter.com/XV3wh7w4eb— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 United tryggði sér sigur í deildinni 16. maí eftir mikið einvígi við Arsenal, vann Newcastle United í úrslitaleik bikarkeppninnar 22. maí og vann síðan Meistaradeildina eftir endurkomusigur á Bayern München í úrslitaleik í Barcelona 26. maí. „Ég veit að einhver ykkar, þá sérstaklega unga fólkið, muni segja að fótboltinn sé miklu betri í dag en hann var á árum áður. Sem dæmi um það getum við bara skoðað stigin sem Liverpool og City hafi náð í hús á síðustu tveimur til þremur árum og hið mikla bil sem er á milli þessara tveggja liða og restarinnar af deildinni, skrifaði Stan Collymore í pistil sinn í Mirror. „Ég samþykki það sjónarmið en segi líka það að það getur ekki verið tilviljun, þegar að leikurinn reynir ekki eins líkamlega á menn lengur, með minni samkeppni frá öðrum liðum og færri samstuðum í leikjunum, að öll met um alla Evrópu hafi fallið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lið fyrri tíma spiluðu á skelfilegum völlum og það voru ekki þessir peningar í boltanum eins og nú, skrifaði Collymore. „Sjáið bara hvernig Liverpool tók Virgil van Dijk og Sadio Mane frá Southampton. Þegar ég spilaði þá eyddi Matt Le Tissier öllum ferli sínum með Saints þrátt fyrir að öll stóru liðin hefðu viljað taka hann eftir tvö eða þrjú ár, hvort sem það var að láta hann spila eða sitja á bekknum, skrifaði Collymore. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yzAdAJSj7Bs">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn