Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 08:31 Ralf Rangnick er sáttur með David de Gea og hina markverði Manchester United. GETTY/Robbie Jay Barratt Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. Rangnick stýrði United í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í gær. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar að öllum líkindum í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Rangnick hættir sem stjóri United eftir tímabilið og við starfi hans tekur Erik ten Hag. Sá þýski verður United þó áfram innan handar í einhvers konar ráðgjafarhlutverki. Hann telur að bæta þurfi leikmannahóp United svo liðið geti aftur barist á toppnum. „Fyrir utan markvarðastöðuna, við erum með þrjá frábæra markverði í David de Gea, Dean Henderson og Tom Heaton, eru leikmenn í öllum öðrum stöðum á förum. Ég vil ekki einblína á sérstakar stöður en þetta þarf að gerast við allt liðið,“ sagði Rangnick eftir leikinn í gær. „Það er augljóst að nokkrir leikmenn munu fara og því þarf topp leikmenn í þeirra stað. Ef ég fulla trú á því að ef allir vinna saman getum við komið United aftur þangað sem liðið á að vera. Önnur lið þurftu bara tvo til þrjá félagaskiptaglugga til að komast í baráttuna en við þurfum topp leikmenn sem bæta liðið. Ef það gerist ætti ekki að taka svo langan tíma.“ Cristiano Ronaldo skoraði í gær og hefur verið heitur upp á síðkastið. Rangnick segir að Ten Hag ætti að halda Portúgalanum en hann þurfi meiri hjálp í framlínunni. „Cristiano er ekki framherji. Hann vill ekki spila í þeirri stöðu og til að spila miðsvæðis þarftu tvo framherja. Þegar þú horfir á fótbolta á hæsta getustigi eru ekki mörg lið sem spila með tvo framherja. Þú ert annað hvort með platframherja [e. false nine] eða þrjá framherja. Þetta snýst ekki um stöðu. Liðið þarf tvo framherja sem gera það betra,“ sagði Rangnick. United mætir Brighton og Crystal Palace á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Rangnick stýrði United í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í gær. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar að öllum líkindum í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Rangnick hættir sem stjóri United eftir tímabilið og við starfi hans tekur Erik ten Hag. Sá þýski verður United þó áfram innan handar í einhvers konar ráðgjafarhlutverki. Hann telur að bæta þurfi leikmannahóp United svo liðið geti aftur barist á toppnum. „Fyrir utan markvarðastöðuna, við erum með þrjá frábæra markverði í David de Gea, Dean Henderson og Tom Heaton, eru leikmenn í öllum öðrum stöðum á förum. Ég vil ekki einblína á sérstakar stöður en þetta þarf að gerast við allt liðið,“ sagði Rangnick eftir leikinn í gær. „Það er augljóst að nokkrir leikmenn munu fara og því þarf topp leikmenn í þeirra stað. Ef ég fulla trú á því að ef allir vinna saman getum við komið United aftur þangað sem liðið á að vera. Önnur lið þurftu bara tvo til þrjá félagaskiptaglugga til að komast í baráttuna en við þurfum topp leikmenn sem bæta liðið. Ef það gerist ætti ekki að taka svo langan tíma.“ Cristiano Ronaldo skoraði í gær og hefur verið heitur upp á síðkastið. Rangnick segir að Ten Hag ætti að halda Portúgalanum en hann þurfi meiri hjálp í framlínunni. „Cristiano er ekki framherji. Hann vill ekki spila í þeirri stöðu og til að spila miðsvæðis þarftu tvo framherja. Þegar þú horfir á fótbolta á hæsta getustigi eru ekki mörg lið sem spila með tvo framherja. Þú ert annað hvort með platframherja [e. false nine] eða þrjá framherja. Þetta snýst ekki um stöðu. Liðið þarf tvo framherja sem gera það betra,“ sagði Rangnick. United mætir Brighton og Crystal Palace á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00
Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00