Sjáðu mark Gísla sem fór langt með að tryggja Magdeburg fyrsta titilinn í 21 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2022 13:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur leikið einkar vel með Magdeburg upp á síðkastið. getty/Martin Rose Magdeburg steig risastórt skref í átt að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli síðan 2001 með naumum sigri á Füchse Berlin, 28-27, í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmark Magdeburg. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega fyrir Magdeburg, enda þremur mörkum undir, 22-25. En heimamenn gáfust ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 26-25. Lasse Anderson jafnaði fyrir gestina en Gísli kom Magdeburg aftur yfir, 27-26. Fabian Wiede jafnaði jafnharðan í 27-27. Í lokasókn Magdeburg fékk Gísli boltann, réðst á vörn Füchse Berlin og kom boltanum framhjá Dejan Milosavljev í marki gestanna. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan. Wohoooo das war das Siegtor gestern von Gisli! Habt ihr auch direkt Gänsehaut?! Die stärkste Liga der Welt! Live und in der Konferenz! Die LIQUI MOLY HBL - Nur auf Sky: https://t.co/LfQgMISoLV #scmhuja @liquimoly_hbl pic.twitter.com/EA1EOUSVkE— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 2, 2022 Markið var gríðarlega mikilvægt en Magdeburg er nú í frábærri stöðu á toppi þýsku deildarinnar. Liðið er með sex stiga forskot á Kiel og á auk þess leik til góða. Gísli var markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Magdeburg hefur góða reynslu af Íslendingum en Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru tveir af aðalleikurunum í velgengni liðsins í kringum aldamótin. Magdeburg vann EHF-bikarinn og þýska meistaratitilinn 2001 og Meistaradeild Evrópu 2002. Í síðustu viku voru tuttugu ár liðin síðan Magdeburg varð fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina. Það er skammt stórra högga á milli hjá Magdeburg. Á miðvikudaginn tekur liðið á móti Nantes í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Magdeburg vann fyrri leikinn í Frakklandi með þriggja marka mun, 25-28. Magdeburg vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Magdeburg tapaði fyrir Kiel í bikarúrslitaleiknum um þarsíðustu helgi en er búið að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og getur því staðið uppi með þrjá stóra titla eftir tímabilið. Þýski handboltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega fyrir Magdeburg, enda þremur mörkum undir, 22-25. En heimamenn gáfust ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 26-25. Lasse Anderson jafnaði fyrir gestina en Gísli kom Magdeburg aftur yfir, 27-26. Fabian Wiede jafnaði jafnharðan í 27-27. Í lokasókn Magdeburg fékk Gísli boltann, réðst á vörn Füchse Berlin og kom boltanum framhjá Dejan Milosavljev í marki gestanna. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan. Wohoooo das war das Siegtor gestern von Gisli! Habt ihr auch direkt Gänsehaut?! Die stärkste Liga der Welt! Live und in der Konferenz! Die LIQUI MOLY HBL - Nur auf Sky: https://t.co/LfQgMISoLV #scmhuja @liquimoly_hbl pic.twitter.com/EA1EOUSVkE— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 2, 2022 Markið var gríðarlega mikilvægt en Magdeburg er nú í frábærri stöðu á toppi þýsku deildarinnar. Liðið er með sex stiga forskot á Kiel og á auk þess leik til góða. Gísli var markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Magdeburg hefur góða reynslu af Íslendingum en Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru tveir af aðalleikurunum í velgengni liðsins í kringum aldamótin. Magdeburg vann EHF-bikarinn og þýska meistaratitilinn 2001 og Meistaradeild Evrópu 2002. Í síðustu viku voru tuttugu ár liðin síðan Magdeburg varð fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina. Það er skammt stórra högga á milli hjá Magdeburg. Á miðvikudaginn tekur liðið á móti Nantes í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Magdeburg vann fyrri leikinn í Frakklandi með þriggja marka mun, 25-28. Magdeburg vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Magdeburg tapaði fyrir Kiel í bikarúrslitaleiknum um þarsíðustu helgi en er búið að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og getur því staðið uppi með þrjá stóra titla eftir tímabilið.
Þýski handboltinn Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira