Pulisic hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Chelsea að undanförnu og ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni í tvo mánuði.
Mark Pulisic, faðir Christians, hefur áhyggjur af stöðunni og deildi þeim áhyggjum með heimsbyggðinni á Twitter. Hann ýjaði líka að því að Pulisic gæti yfirgefið Chelsea ef staða hans hjá félaginu breytist ekki.
„Það sorglega er að hann elskar þetta félag, liðsfélagana og London. Hann leggur hjarta og sál í að vera atvinnumaður. Áfram gakk strákurinn minn. Stórir sex mánuðir framundan,“ skrifaði pabbinn á Twitter. Hann eyddi svo færslunni.
Pulisic, sem er 23 ára, hefur verið hjá Chelsea síðan 2019. Bandaríkjamaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea.