„Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið!“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 13:30 Darija Zecevic fagnar eftir eina af mörgum markvörslum sínum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Hún verður áfram í marki Stjörnunnar á næstu leiktíð. Stöð 2 Sport/Stjarnan „Darija Zecevic, hún elskar að spila í Vestmannaeyjum,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld þegar talið barst að hetju Stjörnunnar í sigrinum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Stjarnan vann ÍBV 28-22 og er því 1-0 yfir í einvíg liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Zecevic varði 41% skota sem hún fékk á sig í leiknum, alls 15 skot, og átti stóran þátt í sigrinum. Zecevic, sem er 24 ára og frá Svartfjallalandi, kom fyrst til Íslands þegar hún gekk í raðir ÍBV sumarið 2019. Í Eyjum stóð hún hins vegar í skugganum af Mörtu Wawrzynkowska og fór að lokum til Stjörnunnar í fyrra. „Það er eins og hún hafi eitthvað að sanna,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frammistöðu Zecevic í gær. Svava gat vel ímyndað sér hvað Zecevic hefði hugsað með sér: „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið! Ég er geggjuð.“ Klippa: Darija Zecevic mögnuð á gamla heimavellinum Sunneva Einarsdóttir benti á að það væri alveg skiljanlegt að Zecevic hefði lítið spilað í ÍBV: „Satt best að segja sá maður í raun og veru ekkert hvað hún gat áður en hún fór í Stjörnuna. Marta var náttúrulega frábær. Það var ástæða fyrir því að hún [Zecevic] var ekki að spila. En svo blómstraði hún bara í Stjörnunni. Hún er búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Sunneva en innslagið má sjá hér að ofan. Zecevic skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna og verður því áfram í marki liðsins á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) Úrslitakeppnin heldur áfram á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 16 þar sem Garðbæingar gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Eyjakonur þurfa sigur til að fá oddaleik í Eyjum á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Stjarnan vann ÍBV 28-22 og er því 1-0 yfir í einvíg liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Zecevic varði 41% skota sem hún fékk á sig í leiknum, alls 15 skot, og átti stóran þátt í sigrinum. Zecevic, sem er 24 ára og frá Svartfjallalandi, kom fyrst til Íslands þegar hún gekk í raðir ÍBV sumarið 2019. Í Eyjum stóð hún hins vegar í skugganum af Mörtu Wawrzynkowska og fór að lokum til Stjörnunnar í fyrra. „Það er eins og hún hafi eitthvað að sanna,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frammistöðu Zecevic í gær. Svava gat vel ímyndað sér hvað Zecevic hefði hugsað með sér: „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið! Ég er geggjuð.“ Klippa: Darija Zecevic mögnuð á gamla heimavellinum Sunneva Einarsdóttir benti á að það væri alveg skiljanlegt að Zecevic hefði lítið spilað í ÍBV: „Satt best að segja sá maður í raun og veru ekkert hvað hún gat áður en hún fór í Stjörnuna. Marta var náttúrulega frábær. Það var ástæða fyrir því að hún [Zecevic] var ekki að spila. En svo blómstraði hún bara í Stjörnunni. Hún er búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Sunneva en innslagið má sjá hér að ofan. Zecevic skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna og verður því áfram í marki liðsins á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) Úrslitakeppnin heldur áfram á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 16 þar sem Garðbæingar gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Eyjakonur þurfa sigur til að fá oddaleik í Eyjum á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira