Samkvæmt heimildum BBC gæti Rangnick tekið ákvörðun um málið strax í dag, en það þarf þó ekki endilega að hafa áhrif á þá ráðgjafastöðu sem Þjóðverjinn ætlar að taka að sér innan herbúða United.
Rangnick á þrjá leiki eftir í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United, en Hollendingurinn Erik ten Hag tekur við stjórnartaumunum í sumar og Rangnick færir sig í ráðgjafastöðu eins og um var samið í haust.
Ráðgjafastarfið mun þó ekki fela í sér mikla viðveru. Samkvæmt samningnum sem Rangnick skrifaði undir þarf hann aðeins að vinna sex daga í hverjum mánuði. Hann segist vera sáttur við það þar sem hann hefur lengi haft áhuga á því að starfa sem landsliðsþjálfari og þetta gefi honum tækifæri til að gera hvort tveggja.
Ralf Rangnick is considering becoming the new manager for Austria, though it would not impact his role as a consultant for Manchester United, per multiple reports pic.twitter.com/6LZzcfU7AR
— B/R Football (@brfootball) April 28, 2022
Manchester United tók á móti Chelsea í gærkvöldi í leik sem endaði með 1-1 jafntefli. Að leik loknum var Rangnick svo spurður út í þessi mál.
„Í kvöld skulum við tala um Manchester United,“ sagði Rangnick.
„Ég get alveg staðfest að ég mun klárlega halda áfram í þessu ráðgjafahlutverki. Hingað til hef ég ekki talað við Erik [ten Hag], en ég er meira en til í að hjálpa til og breyta hlutunum til hins betra.“
„Þetta gefur mér tíma fyrir annað starf en það er það sem um var samið í nóvember.“