Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2022 10:01 Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Eurovisjón áhugamaður segir að eitt sinn hafi hann einna helst séð fyrir sér að líkjast Páli Óskari en það hafi ekki verið vegna neinna líkinda heldur frekar að hann hafi viljað pallíetturnar hans Palla og að vera jafn gordjöss hann. Í dag segir hann raunhæfara að líkja sér við hinn sænska ballöðubolta Engelbert Humperdinck. Vísir/Vilhelm Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir. Í vinnunni hentar Jóhannesi best skipulagt kaós-skipulag en þar þarf hann oft að bregðast við aðstæðum með stuttum fyrirvara. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt um klukkan sjö til hálf átta. Er B maður og uni mér betur á kvöldin og nóttunni, þótt miðöldrunin geri nú atlögu að því lífsmynstri.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég skrölti svefndrukkinn niður stigann og ýti við menntaskólanemanum sem þarf að komast í strætó á Ásbrú upp úr átta. Í gegnum tíðina hefur oft verið öruggasti tími dagsins hjá mér til að ná rólegri stund með börnunum að hrista þau fram úr rúminu á morgnana. Mér þykir ósköp vænt um þessar stundir þótt við höfum iðulega öll verið hálfsofandi og úrill. B-mennska gengur augljóslega í erfðir.“ Ef þú værir frægur Eurovision-söngvari, við hvern myndir þú helst líkja þig við? Á yngri árum hefði ég mögulega sagt Páll Óskar, en það er nú meira af því að mig langar alltaf svo mikið að eiga öll pallíettufötin hans og vera jafn gordjöss, en því að ég líkist honum. Eftir því sem maður eldist neyðist ég hins vegar til að viðurkenna að sennilega væri ég líkari Engelbert Humperdinck, svona rólegur ballöðubolti sem rúllar pollsvalur með sænska klassík inn í næst síðasta sæti.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin eru ansi mörg og fjölbreytt, sem er gaman og heldur manni alltaf á tánum. Það sem tekur hvað mestan tíma þessa dagana er verkefni sem tengist áhrifum ferðaþjónustu á sveitarfélög og hvernig verðmætasköpun í greininni skiptist milli landshluta. Í því verkefni hefur það verið töluverð áskorun hversu slök gagnaöflun er um þessa atvinnugrein og áhrif hennar á samfélagið. Það er þörf á miklu átaki í þeim efnum, en þetta verkefni okkar ætti að hjálpa sveitarstjórnarfólki um allt land að átta sig á mikilvægi ferðaþjónustunnar og tækifærum í þeirra heimabyggð.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nú ekki skipulagðasti maður veraldar sko. Þetta starf er rosalega fjölbreytt, enginn dagur eins í raun, mikið af vinnunni gengur út á samskipti við fólk og stóran hluta er ekki hægt að skipuleggja langt fram í tímann. Það eru ákveðin föst verkefni sem ég reyni að hafa á föstum tímum í vikunni eða mánuðinum, annað endar á todo listanum, alarminu í símanum, gulu miðunum á tölvuskjánum eða töflunni á skrifstofunni. Skipulagið sem hentar mér best hefur alltaf verið skipulagt kaos. Það hentar vel í starfi þar sem þarf að bregðast hratt við. Það er líklega ekki alveg eins þægilegt fyrir fólkið sem þarf að vinna með mér hins vegar.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt um eða upp úr miðnætti. Stundum seinna, til dæmis þegar ég hef þurft að taka vinnurispur inn í nóttina. En hin síðari ár hefur reynst þörf á lengri fegurðarblundum en áður svo B mennskan hefur gefið eftir.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Með nokkrar vekjaraklukkur í gangi og missir sig yfir Spice Girls Katrín Olafsson, einn eigenda nýja staðarins í Garðabæ 212 Bar & Bistro, segist hreinlega þurfa nokkrar vekjaraklukkur til að komast í gang yfir vetrartímann. 2. apríl 2022 10:00 Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00 Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00 „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 „Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“ Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi. 12. mars 2022 10:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í vinnunni hentar Jóhannesi best skipulagt kaós-skipulag en þar þarf hann oft að bregðast við aðstæðum með stuttum fyrirvara. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Yfirleitt um klukkan sjö til hálf átta. Er B maður og uni mér betur á kvöldin og nóttunni, þótt miðöldrunin geri nú atlögu að því lífsmynstri.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég skrölti svefndrukkinn niður stigann og ýti við menntaskólanemanum sem þarf að komast í strætó á Ásbrú upp úr átta. Í gegnum tíðina hefur oft verið öruggasti tími dagsins hjá mér til að ná rólegri stund með börnunum að hrista þau fram úr rúminu á morgnana. Mér þykir ósköp vænt um þessar stundir þótt við höfum iðulega öll verið hálfsofandi og úrill. B-mennska gengur augljóslega í erfðir.“ Ef þú værir frægur Eurovision-söngvari, við hvern myndir þú helst líkja þig við? Á yngri árum hefði ég mögulega sagt Páll Óskar, en það er nú meira af því að mig langar alltaf svo mikið að eiga öll pallíettufötin hans og vera jafn gordjöss, en því að ég líkist honum. Eftir því sem maður eldist neyðist ég hins vegar til að viðurkenna að sennilega væri ég líkari Engelbert Humperdinck, svona rólegur ballöðubolti sem rúllar pollsvalur með sænska klassík inn í næst síðasta sæti.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin eru ansi mörg og fjölbreytt, sem er gaman og heldur manni alltaf á tánum. Það sem tekur hvað mestan tíma þessa dagana er verkefni sem tengist áhrifum ferðaþjónustu á sveitarfélög og hvernig verðmætasköpun í greininni skiptist milli landshluta. Í því verkefni hefur það verið töluverð áskorun hversu slök gagnaöflun er um þessa atvinnugrein og áhrif hennar á samfélagið. Það er þörf á miklu átaki í þeim efnum, en þetta verkefni okkar ætti að hjálpa sveitarstjórnarfólki um allt land að átta sig á mikilvægi ferðaþjónustunnar og tækifærum í þeirra heimabyggð.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nú ekki skipulagðasti maður veraldar sko. Þetta starf er rosalega fjölbreytt, enginn dagur eins í raun, mikið af vinnunni gengur út á samskipti við fólk og stóran hluta er ekki hægt að skipuleggja langt fram í tímann. Það eru ákveðin föst verkefni sem ég reyni að hafa á föstum tímum í vikunni eða mánuðinum, annað endar á todo listanum, alarminu í símanum, gulu miðunum á tölvuskjánum eða töflunni á skrifstofunni. Skipulagið sem hentar mér best hefur alltaf verið skipulagt kaos. Það hentar vel í starfi þar sem þarf að bregðast hratt við. Það er líklega ekki alveg eins þægilegt fyrir fólkið sem þarf að vinna með mér hins vegar.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt um eða upp úr miðnætti. Stundum seinna, til dæmis þegar ég hef þurft að taka vinnurispur inn í nóttina. En hin síðari ár hefur reynst þörf á lengri fegurðarblundum en áður svo B mennskan hefur gefið eftir.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Með nokkrar vekjaraklukkur í gangi og missir sig yfir Spice Girls Katrín Olafsson, einn eigenda nýja staðarins í Garðabæ 212 Bar & Bistro, segist hreinlega þurfa nokkrar vekjaraklukkur til að komast í gang yfir vetrartímann. 2. apríl 2022 10:00 Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00 Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00 „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 „Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“ Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi. 12. mars 2022 10:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Með nokkrar vekjaraklukkur í gangi og missir sig yfir Spice Girls Katrín Olafsson, einn eigenda nýja staðarins í Garðabæ 212 Bar & Bistro, segist hreinlega þurfa nokkrar vekjaraklukkur til að komast í gang yfir vetrartímann. 2. apríl 2022 10:00
Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00
Algjör B manneskja en færir syninum þó morgunmat í rúmið þessa dagana Við höfum ósjaldan heyrt eða séð af henni í fréttum í vetur enda veðurviðvaranir sjaldan verið jafn tíðar. 26. mars 2022 10:00
„Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00
„Amma mín á Akureyri gerði heimsins bestu kjötsúpu“ Með tvö lítil börn er ekki laust við að bensínið sé búið um tíuleytið á kvöldin segir Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarkona og sérfræðingur í nýsköpun sem um þessar mundir er í fæðingarorlofi. 12. mars 2022 10:00