Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leik með ÍBV á móti Val í Olís deildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti) Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti)
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti