Hyundai Ioniq 5 er heimsbíll ársins 2022 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. apríl 2022 07:01 Hyundai Ioniq 5. Rafbíllinn Hyundai Ioniq 5 var valinn heimsbíll ársins 2022 á verðlaunahátíðinni World Car Awards sem fram fór samhliða alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Auk þess var Ioniq 5 valinn Rafbíll ársins og hönnun ársins. Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi fyrir miðri mynd ásamt söluteymi sínu við Garðatotg í Garðabæ. „Við erum að vonum afar ánægð með þessa miklu viðurkenningu sem Ioniq 5 hlaut í valinu World Car enda tikkar hann í öll boxin að mati bílasérfræðinga. Útlitið er í senn „80’s retro“ og mjög nýtískulegt, jafnvel framúrstefnulegt sem hefur hitt beint í mark meðal fólks, enda hafa móttökurnar verið einstaklega góðar. Bílarnir sem fáum seljast allir jafnóðum og í augnablikinu erum við með á borðinu rúmlega 200 pantaða bíla og þeir eru allir seldir,“ segir Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi. Hér er myndband af prófunum á Hyundai Ioniq 5 af YouTube rás Throttle House. Dómnefndin á World Car Awards samanstendur af 102 bílablaðamönnum frá 33 löndum. Sautján nýir rafbílar fyrir 2030 Hyundai Ioniq 5 kom á markað 2021 og hefur síðan þá unnið til fjölda viðurkenninga, þar á meðal sem bíll ársins í Þýskalandi og Bretlandi. Ioniq 5 er af nýrri kynslóð rafbíla á nýjum og háþróuðum undirvagni Hyundai Group, sem hyggst kynna sautján nýja rafbíla fyrir árið 2030. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent
Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi fyrir miðri mynd ásamt söluteymi sínu við Garðatotg í Garðabæ. „Við erum að vonum afar ánægð með þessa miklu viðurkenningu sem Ioniq 5 hlaut í valinu World Car enda tikkar hann í öll boxin að mati bílasérfræðinga. Útlitið er í senn „80’s retro“ og mjög nýtískulegt, jafnvel framúrstefnulegt sem hefur hitt beint í mark meðal fólks, enda hafa móttökurnar verið einstaklega góðar. Bílarnir sem fáum seljast allir jafnóðum og í augnablikinu erum við með á borðinu rúmlega 200 pantaða bíla og þeir eru allir seldir,“ segir Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi. Hér er myndband af prófunum á Hyundai Ioniq 5 af YouTube rás Throttle House. Dómnefndin á World Car Awards samanstendur af 102 bílablaðamönnum frá 33 löndum. Sautján nýir rafbílar fyrir 2030 Hyundai Ioniq 5 kom á markað 2021 og hefur síðan þá unnið til fjölda viðurkenninga, þar á meðal sem bíll ársins í Þýskalandi og Bretlandi. Ioniq 5 er af nýrri kynslóð rafbíla á nýjum og háþróuðum undirvagni Hyundai Group, sem hyggst kynna sautján nýja rafbíla fyrir árið 2030.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent