KA unnið sex oddaleiki í átta liða úrslitum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2022 14:00 Jónatan Magnússon skoraði sjö mörk í síðasta oddaleik KA í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. vísir/hulda margrét KA mætir Haukum í fyrsta oddaleik sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í átján ár í kvöld. Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða KA fara í undanúrslit Olís-deildarinnar sem hefjast um helgina. Báðir leikirnir hingað til hafa verið æsispennandi og unnist á útivelli. KA vann fyrsta leikinn á Ásvöllum, 29-30, þökk sé marki Óðins Þór Ríkharðssonar úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út. Haukar svöruðu fyrir sig með eins marks sigri í KA-heimilinu á mánudaginn, 22-23, og því ráðast úrslit einvígisins í oddaleik í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004, eða í átján ár, sem KA fer í oddaleik í átta liða úrslitum. KA vann þá fjögurra marka sigur á Fram, 34-30, í KA-heimilinu. Arnór Atlason var markahæstur KA-manna með ellefu mörk. Jónatan Magnússon, þjálfari KA í dag, skoraði sjö mörk. KA féll svo úr leik í undanúrslitunum fyrir Haukum, 2-1. Sigur KA-manna á Frömmrunum 2004 var sjötti sigur þeirra í oddaleik í átta liða úrslitum í röð. KA tapaði tveimur fyrstu oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni, gegn ÍBV 1992 og Selfossi 1994, en vann svo sex oddaleiki í röð. KA vann Stjörnuna í oddaleik 1995 og 1997, Selfoss 1996, FH 2000, ÍR 2001 og Fram 2004. Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði KA sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna. Hann hefur skorað samtals tuttugu mörk í leikjunum tveimur í einvíginu.vísir/Hulda Margrét KA komst í úrslitakeppnina í fyrra, í fyrsta sinn síðan 2005, en tapaði fyrir Val, 63-54 samanlagt. Þá réði samanlagt markaskor í tveimur leikjum úrslitum. Í ár er keppt með hefðbundnu fyrirkomulagi og vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslit. Og ef KA leikur sama leik og á föstudaginn kemst liðið í undanúrslit í fyrsta sinn í átján ár. Mótherjunum, Haukum, hefur einnig vegnað vel í oddaleikjum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Haukar töpuðu fimm af fyrstu sex oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum en hafa unnið sex af sjö síðan þá. Eina tapið kom fyrir Fram í frægum leik 2017 þar sem úrslitin réðust í vítakastkeppni. Haukar þurftu síðast að fara í oddaleik í átta liða úrslitum 2019. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 30-23. Haukar fóru alla leið í úrslit en töpuðu fyrir Selfossi, 3-1. Olís-deild karla KA Haukar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða KA fara í undanúrslit Olís-deildarinnar sem hefjast um helgina. Báðir leikirnir hingað til hafa verið æsispennandi og unnist á útivelli. KA vann fyrsta leikinn á Ásvöllum, 29-30, þökk sé marki Óðins Þór Ríkharðssonar úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út. Haukar svöruðu fyrir sig með eins marks sigri í KA-heimilinu á mánudaginn, 22-23, og því ráðast úrslit einvígisins í oddaleik í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004, eða í átján ár, sem KA fer í oddaleik í átta liða úrslitum. KA vann þá fjögurra marka sigur á Fram, 34-30, í KA-heimilinu. Arnór Atlason var markahæstur KA-manna með ellefu mörk. Jónatan Magnússon, þjálfari KA í dag, skoraði sjö mörk. KA féll svo úr leik í undanúrslitunum fyrir Haukum, 2-1. Sigur KA-manna á Frömmrunum 2004 var sjötti sigur þeirra í oddaleik í átta liða úrslitum í röð. KA tapaði tveimur fyrstu oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni, gegn ÍBV 1992 og Selfossi 1994, en vann svo sex oddaleiki í röð. KA vann Stjörnuna í oddaleik 1995 og 1997, Selfoss 1996, FH 2000, ÍR 2001 og Fram 2004. Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði KA sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna. Hann hefur skorað samtals tuttugu mörk í leikjunum tveimur í einvíginu.vísir/Hulda Margrét KA komst í úrslitakeppnina í fyrra, í fyrsta sinn síðan 2005, en tapaði fyrir Val, 63-54 samanlagt. Þá réði samanlagt markaskor í tveimur leikjum úrslitum. Í ár er keppt með hefðbundnu fyrirkomulagi og vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslit. Og ef KA leikur sama leik og á föstudaginn kemst liðið í undanúrslit í fyrsta sinn í átján ár. Mótherjunum, Haukum, hefur einnig vegnað vel í oddaleikjum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Haukar töpuðu fimm af fyrstu sex oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum en hafa unnið sex af sjö síðan þá. Eina tapið kom fyrir Fram í frægum leik 2017 þar sem úrslitin réðust í vítakastkeppni. Haukar þurftu síðast að fara í oddaleik í átta liða úrslitum 2019. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 30-23. Haukar fóru alla leið í úrslit en töpuðu fyrir Selfossi, 3-1.
Olís-deild karla KA Haukar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira