Ronaldo skoraði á móti Arsenal um helgina eftir að hafa misst af 4-0 tapleiknum á móti Liverpool. Hann hefur skorað þrennu í síðustu tveimur heimaleikjum á móti Norwich City og Tottenham.
Marco Van Basten's message to Ten Hag: "Don t listen to the media. Focus on your team. Build around Ronaldo, he may be an individual player, but if he keeps performing as he has, let him play how he wants. Erik, you can change everything at United. #MUFC pic.twitter.com/DbGCgXtiUN
— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 26, 2022
Marco van Basten er einn besti framherji allra tíma en þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla.
„Ef Ronaldo spilar áfram eins og hann gerði í síðustu viku (á móti Norwich) og skorar tvö eða þrjú mörk í leik reglulega þá er engin ástæða til að taka hann úr liðinu,“ sagði Marco van Basten í The Rondo Show.
„Ronaldo er leikmaður sem gerir hlutina oft fyrir sjálfan sig en á meðan hann er að skila mörkum þá verður hann að eiga sæti í liðinu,“ sagði Van Basten.
„Ten Hag verður samt að átta sig á því að hann getur ekki beðið um það sama líkamlega af Cristiano Ronaldo og af átján ára leikmanni,“ sagði Van Basten.
„Auðvitað verður Ronaldo að leggja mikið á sig og ég er viss um að hann gerir það því ég sé alveg Ten Hag hafa góð áhrif á hann. Hann mun leyfa honum að spila þar sem hann vill,“ sagði Van Basten.
„Ég er tilbúinn að gefa Erik eitt gott ráð. Ekki hlusta á fjölmiðlana þegar hann byrjar þarna,“ sagði Van Basten.
„Hann mun vera með fullkomna einbeitingu á sitt starf, sína vinnu á æfingavellinum og á liðið sjálft. Þegar hann gerir það þá er ég viss um að hann getur breytt öllu hjá United,“ sagði Marco van Basten
Cristiano Ronaldo hefur skorað 22 mörk á tímabilinu þar af sextán mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hélt upp á 37 ára afmælið sitt í febrúar.