Lewis Hamilton búinn að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 08:01 Það eru bara búnar 4 keppnir af 23 en Lewis Hamilton er búinn að gefa frá sér heimsmeistaratitilinn. AP/Kamran Jebreili Lewis Hamilton var hársbreidd frá því að vinna fimmta heimsmeistaratitilinn í röð í formúlu eitt á síðasta tímabili en eftir alla þessa sigurgöngu eru hlutirnir ekki að ganga upp hjá breska ökukappanum á nýju tímabili. Hamilton hefur byrjað svo illa að hann er þegar búinn að gefa upp vonina að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum á þessu ári þrátt fyrir aðeins sé búnar fjórar keppnir af 23 á tímabilinu. „Ég er dottinn út úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það er pottþétt. Engin spurning um það,“ sagði Lewis Hamilton eftir erfiðan dag á Imola-brautinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er ljóst að öllu að hann er búinn að afskrifa Mercedes-bílinn sinn í baráttunni því nóg af stigum er enn í pottinum enda nítján keppnir eftir. Hamilton er eins og er í sjöunda sæti í keppni ökumanna en hann endaði í þrettánda sæti í keppninni á Ítalíu um helgina. Hamilton er með 28 stig sem eru 58 stigum færra en Charles Leclerc hjá Ferrari sem er í forystu. Heimsmeistari síðasta tímabils, Max Verstappen, er 27 stigum frá toppnum en 31 stigi á undan Hamilton. Lewis náði þriðja sæti í fyrstu keppninni en hefur síðan ekki komist á pall og hefur aðeins fengið þrettán stig í síðustu þremur keppnum þar sem hann endaði í tíunda sæti, fjórða sæti og þrettánda sæti. Formúla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hamilton hefur byrjað svo illa að hann er þegar búinn að gefa upp vonina að vinna sinn áttunda heimsmeistaratitil á ferlinum á þessu ári þrátt fyrir aðeins sé búnar fjórar keppnir af 23 á tímabilinu. „Ég er dottinn út úr keppninni um heimsmeistaratitilinn. Það er pottþétt. Engin spurning um það,“ sagði Lewis Hamilton eftir erfiðan dag á Imola-brautinni. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er ljóst að öllu að hann er búinn að afskrifa Mercedes-bílinn sinn í baráttunni því nóg af stigum er enn í pottinum enda nítján keppnir eftir. Hamilton er eins og er í sjöunda sæti í keppni ökumanna en hann endaði í þrettánda sæti í keppninni á Ítalíu um helgina. Hamilton er með 28 stig sem eru 58 stigum færra en Charles Leclerc hjá Ferrari sem er í forystu. Heimsmeistari síðasta tímabils, Max Verstappen, er 27 stigum frá toppnum en 31 stigi á undan Hamilton. Lewis náði þriðja sæti í fyrstu keppninni en hefur síðan ekki komist á pall og hefur aðeins fengið þrettán stig í síðustu þremur keppnum þar sem hann endaði í tíunda sæti, fjórða sæti og þrettánda sæti.
Formúla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira