Hraunsfjörður að vakna til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2022 14:30 Bleikja er frábær matfiskur Mynd: www.veidikortid.is Eitt af skemmtilegustu veiðivötnum vesturlands er líklega Hraunsfjörður en þar má á góðum degi gera fína veiði en bleikjan þarna er dyntótt. Við erum búin að fá fyrstu fréttir af Hraunsfirði og það er helst að vatnið er orðið að mestu íslaust og það má reikna að það verði alveg íslaust í vikunni. Fyrstu fiskarnir þegar komnir á land og sem fyrr er það bleikja sem veiðimenn leita að þarna en samt fékkst einn sjóbirtingur líka. Bleikjan er oft furðu væn og vel haldin á þessum tíma enda er fæðuframboð í vatninu með ágætum. Þetta er eitt af þessum vötnum sem þarf að gefa sér góðan tíma til að læra vel á því þrátt fyrir að á góðum degi sé mikið af bleikju að sýna sig er hún oft afskaplega dyntótt. Það sem gefur best í byrjun tímabils er oft grænleitar púpur og litlar straumflugur en það getur líka verið dagamunur á því sem hún vill. Þeir sem eiga eftir að prófa vatnið ættu klárlega að gera það í sumar því það er eitt við bleikjuna þarna á sumrin, sem er að langmestu sjóbleikja, að betri matfisk er varla hægt að fá. Stangveiði Snæfellsbær Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Frábært opnunarholl í Norðurá Veiði 50 laxa metopnun í Blöndu í gær Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði
Við erum búin að fá fyrstu fréttir af Hraunsfirði og það er helst að vatnið er orðið að mestu íslaust og það má reikna að það verði alveg íslaust í vikunni. Fyrstu fiskarnir þegar komnir á land og sem fyrr er það bleikja sem veiðimenn leita að þarna en samt fékkst einn sjóbirtingur líka. Bleikjan er oft furðu væn og vel haldin á þessum tíma enda er fæðuframboð í vatninu með ágætum. Þetta er eitt af þessum vötnum sem þarf að gefa sér góðan tíma til að læra vel á því þrátt fyrir að á góðum degi sé mikið af bleikju að sýna sig er hún oft afskaplega dyntótt. Það sem gefur best í byrjun tímabils er oft grænleitar púpur og litlar straumflugur en það getur líka verið dagamunur á því sem hún vill. Þeir sem eiga eftir að prófa vatnið ættu klárlega að gera það í sumar því það er eitt við bleikjuna þarna á sumrin, sem er að langmestu sjóbleikja, að betri matfisk er varla hægt að fá.
Stangveiði Snæfellsbær Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Frábært opnunarholl í Norðurá Veiði 50 laxa metopnun í Blöndu í gær Veiði Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði