Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í kvöld setti Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, stórt spurningamerki við veru Eggerts á vellinum.
Ástæða þess að Martin gagnrýndi ákvörðun Ólafs um að hafa Eggert í byrjunarliðinu er sú að Eggert var á dögunum ásakaður um gróft kynferðibrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug.
Ólafur var eðlilega svekktur í viðtali eftir leik, enda máttu FH-ingar þola 2-1 tap gegn ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings.
Hann var þó að lokum spurður út í þetta mál, enda hafði skapast mikil umræða um málið á meðan að leik stóð. Ólafur var þó fljótur að svara og sagðist einfaldlega ekki svara þessu.
„Ég svara því ekki,“ sagði Ólafur áður en viðtalinu lauk.