Félagið sendi frá sér yfirlýsingu vegna þessa á heimasíðu sinni í kvöld þar sem kemur fram að Matic hafi tjáð forráðamönnum félagsins, knattspyrnustjóranum og liðsfélögum sínum að hann myndi yfirgefa félagið þrátt fyrir að eiga enn eitt ár eftir af samningi sínum.
„Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að þetta verði mitt síðasta tímabil með Manchester United. Það hefur verið mikill heiður og algjör forréttindi að spila fyrir þetta frábæra félag og þakka ég stuðningsmönnunum fyrir frábæran stuðning,“
Þessi 33 ára gamli miðjumaður hefur spilað 183 leiki fyrir Man Utd síðan hann gekk í raðir félagsins frá Chelsea árið 2017.
You will be missed, @NemanjaMatic
— Manchester United (@ManUtd) April 15, 2022
Our no.31 has issued an update on his future #MUFC