Handbolti

Lovísa: Þungu fargi létt að losa KA/Þórsgrýluna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Lovísa Thompson var slgjörlega frábær í dag.
Lovísa Thompson var slgjörlega frábær í dag. Vísir/Hulda Margrét

Lovísa Thompson gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk þegar Valur lagði KA/Þór að velli í lokaumferð Olísdeildar kvenna í handbolta kvenna í kvöld. 

Það héldu Lovísu engin bönd í leik liðanna sem fram fór í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Lovísa var afar sátt við að losa það tak sem KA/Þór hefur haft á Val undanfarið. 

„Ég var búin að vera frekar slök í síðustu leikjum og það er ánægjulegt að ná svona góðum leik að þessu sinni. Mér fannst liðið líka bara spila vel og það er gott að enda deildarkeppnina með sigri," sagði Lovísa eftir leikinn.

„Það er líka góð tilfinning að ná að losa þá KA/Þórsgrýluna. Ég man ekki hvenær við unnum þær síðast og það er þungu fargi létt af okkur með þessum sigri. Við endum í öðru sæti sem er bara fín niðurstaða," sagði maður leiksins. 

„Mér fannst liðið spila heilt yfir mjög vel og það voru margir leikmenn að spila vel. Vörnin var frábær og sóknarleikurinn gekk smurt. Það er gott að fara inn í úrslitakeppnina með góðri frammistöðu og sigri," sagði hún. 

Það er mikilvægt fyrir Val að Lovísa sé að finna sitt fyrra form þegar úrslitakeppnin nálgast. Lovísa gerði leikmönnum KA/Þór lífið leitt með snerpu sinni og hraða. Þá ógnaði hún líka með undirhandarskotum sínum. 

Valur hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar og situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×