Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Atli Arason skrifar 12. apríl 2022 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. Samkvæmt The Athletic eru leikmennirnir þrír á meðal þeirra launahæstu hjá liðinu og Everton myndi spara a.m.k. 250.000 pund í vikulaun með þá þrjá frá. Félagið eyðir að meðaltali um 85.000 pundum vikulega í launagreiðslur sem er það áttunda mesta í ensku úrvalsdeildinni. Everton á í hættu að vera refsað vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, FFP. Everton tapaði 120,9 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Liðið hefur undanfarið ár verið að losa launahæstu leikmenn af launaskrá félagsins. Brasilíski vængmaðurinn Bernard var seldur til Mið-Austurlanda síðasta sumar og Lucas Digne skipti yfir til Aston Villa í janúar. James Rodriguez spilaði með félaginu á síðastu leiktíð en hann er sagður hafa verið langlaunahæsti leikmaður liðsins með yfir 200.000 pund á viku. James var einnig seldur til Mið-Austurlanda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. FFP Reglurnar leyfa félögum taprekstri upp á allt að 105 milljóna punda síðastliðin þrjú ár. Áætlað tap Everton síðustu þrjú ár er u.þ.b. 250 milljónir punda en Úrvalsdeildin veitir þó ákveðin slaka á fjárhagsreglunum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins, slaki sem mun taka mið af meðal taprekstri árin 2020 og 2021. Everton hefur gefið út að liðið muni verða innan réttra marka á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar. Ásamt háum útgjöldum hefur innkoma félagsins lækkað m.a. vegna styrktarsamninga. Árið 2020 fékk félagið um 63,7 milljónir punda í gegnum samstarfsaðila en árið 2021 voru þær tekjur um 35,5 milljónir punda. Félagið má heldur ekki þiggja greiðslur frá rússneska auðkýfingum Alisher Usmanov, einum helsta viðskiptafélaga Farhad Moshiri, eiganda Everton. Eigur Usmanov í Bretlandi hafa verið frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin en Usmanov hafði áður gert samkomulag við Everton í gegnum fyrirtæki sitt USM sem hefði fært Everton um 20 milljón pund á ári. Everton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Félagið er því í vandamálum bæði innan sem utan vallar. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira
Samkvæmt The Athletic eru leikmennirnir þrír á meðal þeirra launahæstu hjá liðinu og Everton myndi spara a.m.k. 250.000 pund í vikulaun með þá þrjá frá. Félagið eyðir að meðaltali um 85.000 pundum vikulega í launagreiðslur sem er það áttunda mesta í ensku úrvalsdeildinni. Everton á í hættu að vera refsað vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, FFP. Everton tapaði 120,9 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Liðið hefur undanfarið ár verið að losa launahæstu leikmenn af launaskrá félagsins. Brasilíski vængmaðurinn Bernard var seldur til Mið-Austurlanda síðasta sumar og Lucas Digne skipti yfir til Aston Villa í janúar. James Rodriguez spilaði með félaginu á síðastu leiktíð en hann er sagður hafa verið langlaunahæsti leikmaður liðsins með yfir 200.000 pund á viku. James var einnig seldur til Mið-Austurlanda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. FFP Reglurnar leyfa félögum taprekstri upp á allt að 105 milljóna punda síðastliðin þrjú ár. Áætlað tap Everton síðustu þrjú ár er u.þ.b. 250 milljónir punda en Úrvalsdeildin veitir þó ákveðin slaka á fjárhagsreglunum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins, slaki sem mun taka mið af meðal taprekstri árin 2020 og 2021. Everton hefur gefið út að liðið muni verða innan réttra marka á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar. Ásamt háum útgjöldum hefur innkoma félagsins lækkað m.a. vegna styrktarsamninga. Árið 2020 fékk félagið um 63,7 milljónir punda í gegnum samstarfsaðila en árið 2021 voru þær tekjur um 35,5 milljónir punda. Félagið má heldur ekki þiggja greiðslur frá rússneska auðkýfingum Alisher Usmanov, einum helsta viðskiptafélaga Farhad Moshiri, eiganda Everton. Eigur Usmanov í Bretlandi hafa verið frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin en Usmanov hafði áður gert samkomulag við Everton í gegnum fyrirtæki sitt USM sem hefði fært Everton um 20 milljón pund á ári. Everton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Félagið er því í vandamálum bæði innan sem utan vallar.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Sjá meira