Birgir Steinn: Ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 23:00 Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu. Vísir/Hulda Margrét Einn allra besti leikmaður tímabilsins í Olís-deild karla, Birgir Steinn Jónsson leikmaður Gróttu, fékk að líta rautt spjald í leik síns liðs í kvöld. Grótta vann þó lokaleik sinn á tímabilinu með fimm mörkum. „Við vorum bara í rauninni sárir eftir síðasta leik og mættum bara með blóð á tönnunum og sýndum í dag að við eigum alveg skilið að vera ofar heldur en taflan sýnir. Þetta tapaðist kannski ekki á þessum leik gegn ÍBV, en svona þegar maður horfir yfir tímabilið þá svona kannski fleiri leikir sem eru súrari en aðrir og maður hugsar svona, það er stutt á milli í þessu og við erum helvíti nálægt því,“ sagði Birgir. Birgi Steini fannst rauða spjaldið sem hann hlaut í leik kvöldsins ekki vera rétt, en Birgir Steinn sló Allan Norðberg, skyttu KA, í andlitið. „Ég ætla að leyfa ykkur að horfa á atvikið aftur og dæma um það. Mér fannst það ekki en ég veit ekki hvernig þetta lítur út í sjónvarpinu.“ Birgi fannst sitt lið standa sig vel í vetur, en hann sjálfur endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. „Mér líður vel og er í flottu umhverfi og með flotta þjálfara sem hafa trú á manni. Maður segir kannski að maður spilar eins vel og þjálfararnir hafa trú á manni. Það bara gengur vel og við erum með flott lið í kringum okkur. Við erum búnir að sýna frábæran stíganda í vetur og kannski ekki að spila vel svona í byrjun tímabils, en það er búið að vera stígandi í þessu. Eins og ég segi þá erum við ansi nálægt því að vera í topp átta, en við mætum með blóð á tennurnar á næsta ári og þá verðum við hærra. Ég lofa þér því.“ Haukar hafa rennt hýru auga í átt að Birgi Steini fyrir næsta keppnistímabil, en hann sjálfur þver tekur fyrir að hann muni leika með Hafnarfjarðar liðinu á næsta tímabili. „Nei, ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili.“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti einnig í kvöld að Birgir Steinn Jónsson mun leika með Gróttu næsta vetur. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
„Við vorum bara í rauninni sárir eftir síðasta leik og mættum bara með blóð á tönnunum og sýndum í dag að við eigum alveg skilið að vera ofar heldur en taflan sýnir. Þetta tapaðist kannski ekki á þessum leik gegn ÍBV, en svona þegar maður horfir yfir tímabilið þá svona kannski fleiri leikir sem eru súrari en aðrir og maður hugsar svona, það er stutt á milli í þessu og við erum helvíti nálægt því,“ sagði Birgir. Birgi Steini fannst rauða spjaldið sem hann hlaut í leik kvöldsins ekki vera rétt, en Birgir Steinn sló Allan Norðberg, skyttu KA, í andlitið. „Ég ætla að leyfa ykkur að horfa á atvikið aftur og dæma um það. Mér fannst það ekki en ég veit ekki hvernig þetta lítur út í sjónvarpinu.“ Birgi fannst sitt lið standa sig vel í vetur, en hann sjálfur endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. „Mér líður vel og er í flottu umhverfi og með flotta þjálfara sem hafa trú á manni. Maður segir kannski að maður spilar eins vel og þjálfararnir hafa trú á manni. Það bara gengur vel og við erum með flott lið í kringum okkur. Við erum búnir að sýna frábæran stíganda í vetur og kannski ekki að spila vel svona í byrjun tímabils, en það er búið að vera stígandi í þessu. Eins og ég segi þá erum við ansi nálægt því að vera í topp átta, en við mætum með blóð á tennurnar á næsta ári og þá verðum við hærra. Ég lofa þér því.“ Haukar hafa rennt hýru auga í átt að Birgi Steini fyrir næsta keppnistímabil, en hann sjálfur þver tekur fyrir að hann muni leika með Hafnarfjarðar liðinu á næsta tímabili. „Nei, ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili.“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti einnig í kvöld að Birgir Steinn Jónsson mun leika með Gróttu næsta vetur.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira