Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir er ein tólf fótboltakvenna sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir Ísland. vísir/bjarni Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. „Ég var búin að bíða lengi eftir þessum leik. Við höfum spilað færri leiki vegna covid eftir að ég kom til baka eftir að ég átti son minn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að spila hundraðasta leikinn. En svo kom loksins að honum og þá vantaði ferðatöskuna mína,“ sagði Dagný í samtali við Vísi á hóteli landsliðsins í Prag í gær. „Ég var ekki með takkaskó, legghlífar eða neitt. Þannig ég þurfti að fara í búð og kaupa allt. Ég var að fara að spila hundraðasta landsleikinn ekki í neinu frá sjálfri mér. En síðan kom taskan tuttugu mínútum fyrir brottför í leik með allt dótið. Þannig ég skipti um allt. Ég var tilbúin í leikinn og var að fara út af herberginu þegar taskan kom. Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að spila hundraðasta landsleikinn í öllu nýju“ Gerði þetta enn sætara að skora Dagný spilaði því leikinn stóra í sínum skóm og með sínar legghlífar. Og tímamótaleikurinn hefði varla getað gengið betur hjá Dagnýju sem kom Íslandi á bragðið með sínu 34. landsliðsmarki. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var átján ára. Þetta var ótrúlega gaman og sætt að ná loksins hundraðasta leiknum. Ég hefði vart getað beðið um betri leik. Auðvitað hefði verið gaman að hafa áhorfendur en það var flott að skora og vinna,“ sagði Dagný. „Auðvitað er ótrúlega gaman að skora og gerði þetta enn sætara. Mér er samt að mörgu leyti sama ef við vinnum. Þetta var mikilvægur leikur.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Ég var búin að bíða lengi eftir þessum leik. Við höfum spilað færri leiki vegna covid eftir að ég kom til baka eftir að ég átti son minn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að spila hundraðasta leikinn. En svo kom loksins að honum og þá vantaði ferðatöskuna mína,“ sagði Dagný í samtali við Vísi á hóteli landsliðsins í Prag í gær. „Ég var ekki með takkaskó, legghlífar eða neitt. Þannig ég þurfti að fara í búð og kaupa allt. Ég var að fara að spila hundraðasta landsleikinn ekki í neinu frá sjálfri mér. En síðan kom taskan tuttugu mínútum fyrir brottför í leik með allt dótið. Þannig ég skipti um allt. Ég var tilbúin í leikinn og var að fara út af herberginu þegar taskan kom. Ég var ekki búin að sjá fyrir mér að spila hundraðasta landsleikinn í öllu nýju“ Gerði þetta enn sætara að skora Dagný spilaði því leikinn stóra í sínum skóm og með sínar legghlífar. Og tímamótaleikurinn hefði varla getað gengið betur hjá Dagnýju sem kom Íslandi á bragðið með sínu 34. landsliðsmarki. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var átján ára. Þetta var ótrúlega gaman og sætt að ná loksins hundraðasta leiknum. Ég hefði vart getað beðið um betri leik. Auðvitað hefði verið gaman að hafa áhorfendur en það var flott að skora og vinna,“ sagði Dagný. „Auðvitað er ótrúlega gaman að skora og gerði þetta enn sætara. Mér er samt að mörgu leyti sama ef við vinnum. Þetta var mikilvægur leikur.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira