„Það eru engin leyndarmál í þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2022 08:00 Sif Atladóttir lék sinn 87. landsleik gegn Hvíta-Rússlandi á fimmtudaginn. vísir/bjarni Sif Atladóttir, aldursforseti íslenska fótboltalandsliðsins, á von á erfiðum leik gegn Tékkum í undankeppni HM á þriðjudaginn. Með sigri í honum komast Íslendingar á topp C-riðils undankeppninnar. „Leikurinn er mjög mikilvægur. Við erum í góðri stöðu og viljum halda okkur þar. Leikurinn verður erfiður. Þær eru að berjast upp á líf og dauða. Þetta verður skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Sif í samtali við Vísi á hóteli íslenska liðsins í Prag í gær. Leikurinn á þriðjudaginn verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á sex mánuðum. Íslendingar unnu fyrstu tvo leikina, 4-0 í undankeppni HM og 1-2 á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum. „Þær vilja spila fótbolta og halda boltanum. Það er áskorun fyrir okkur að mæta þeim. Við spiluðum við þær á SheBelieves Cup fyrir mánuði. Þær eiga harma að hefna og sýna okkur að leikurinn heima var óhapp. Mér finnst við hafa þróað leik okkar vel og við einbeitum okkur að því verður þetta góður leikur,“ sagði Sif. Klippa: Viðtal við Sif Atladóttur Hún segir ekkert skrítið að mæta sama liðinu aftur, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa spilað við það á æfingamóti. „Nei, það eru allir að njósna um alla og það eru engin leyndarmál í þessu. Það er bara spurning hvernig maður svarar þegar inn á völlinn er komið,“ sagði Sif. Ef Ísland vinnur Tékkland duga liðinu fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni til að komast beint á HM. Sif segir samt enga hættu á að íslenska liðið fari fram úr sér. „Nei, nei, nei. Við einbeitum okkur bara að þessum leik. Það er hvorki hægt að horfa til baka né fram,“ sagði Sif. Viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Leikurinn er mjög mikilvægur. Við erum í góðri stöðu og viljum halda okkur þar. Leikurinn verður erfiður. Þær eru að berjast upp á líf og dauða. Þetta verður skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Sif í samtali við Vísi á hóteli íslenska liðsins í Prag í gær. Leikurinn á þriðjudaginn verður þriðji leikur Íslands og Tékklands á sex mánuðum. Íslendingar unnu fyrstu tvo leikina, 4-0 í undankeppni HM og 1-2 á SheBelieves mótinu í Bandaríkjunum. „Þær vilja spila fótbolta og halda boltanum. Það er áskorun fyrir okkur að mæta þeim. Við spiluðum við þær á SheBelieves Cup fyrir mánuði. Þær eiga harma að hefna og sýna okkur að leikurinn heima var óhapp. Mér finnst við hafa þróað leik okkar vel og við einbeitum okkur að því verður þetta góður leikur,“ sagði Sif. Klippa: Viðtal við Sif Atladóttur Hún segir ekkert skrítið að mæta sama liðinu aftur, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa spilað við það á æfingamóti. „Nei, það eru allir að njósna um alla og það eru engin leyndarmál í þessu. Það er bara spurning hvernig maður svarar þegar inn á völlinn er komið,“ sagði Sif. Ef Ísland vinnur Tékkland duga liðinu fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni til að komast beint á HM. Sif segir samt enga hættu á að íslenska liðið fari fram úr sér. „Nei, nei, nei. Við einbeitum okkur bara að þessum leik. Það er hvorki hægt að horfa til baka né fram,“ sagði Sif. Viðtalið við Sif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira