Myndband: Mercedes-Benz GLC prófaður í mjög krefjandi aðstæðum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. apríl 2022 07:01 Mercedes-Benz GLC við vetrarprófanir í Arjeplog Ný kynslóð af Mercedes-Benz GLC var prófuð á dögunum í mjög krefjandi aðstæðum í snjó og á ísilögðum vegum í Arjeplog í Lapplandi, nyrst í Svíþjóð. Ískaldur vindur og -30 gráður voru fullkomnar aðstæður til að prófa bílinn og ekki síst rafhlöður hans í ískulda. Myndband af YouTuve-rásinni DPCcars Sportjeppinn var prófaður varðandi aksturseiginleika og öryggi á erfiðum, ísilögðum vegum. Þar spilaði 4MATIC fjórhjóladrifið frá Mercedes-Benz sitt hlutverk og hin þýða og lipra 9G-TRONIC sjálfskiptingin. Ný kynslóð GLC er búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz auk þess að vera útbúinn nýjustu kynslóð tengiltvinn drifrásar sem skilar honum yfir 100km á rafmagninu einu saman skv. WLTP staðli. GLC hefur selst í meira en 2,5 milljónum eintaka síðan hann var kynntur fyrst árið 2008 og er söluhæsti bíll Mercedes-Benz undanfarin ár. Nýr GLC í tengiltvinnútfræslu kemur nú brátt á markað. Bíllinn verður kynntur hér á landi í lok árs, svo virðist sem hann muni höndla íslenskar aðstæður vel ef marka má myndbandið. Vistvænir bílar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Myndband af YouTuve-rásinni DPCcars Sportjeppinn var prófaður varðandi aksturseiginleika og öryggi á erfiðum, ísilögðum vegum. Þar spilaði 4MATIC fjórhjóladrifið frá Mercedes-Benz sitt hlutverk og hin þýða og lipra 9G-TRONIC sjálfskiptingin. Ný kynslóð GLC er búinn nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz auk þess að vera útbúinn nýjustu kynslóð tengiltvinn drifrásar sem skilar honum yfir 100km á rafmagninu einu saman skv. WLTP staðli. GLC hefur selst í meira en 2,5 milljónum eintaka síðan hann var kynntur fyrst árið 2008 og er söluhæsti bíll Mercedes-Benz undanfarin ár. Nýr GLC í tengiltvinnútfræslu kemur nú brátt á markað. Bíllinn verður kynntur hér á landi í lok árs, svo virðist sem hann muni höndla íslenskar aðstæður vel ef marka má myndbandið.
Vistvænir bílar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent