Mike Dean: Hótuðu að henda bensínsprengju á húsið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Tomas Soucek reynir að tala sínu máli en Mike Dean vildi ekki hlusta á hann eða fara í Varsjána. EPA-EFE/Adam Davy Mike Dean hefur gengið í gegnum ýmislegt á 22 ára dómaraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en í viðtali við breska ríkisútvarpið þá sagði hann eina svakalega sögu af eftirmálum leiks sem hann dæmdi. Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira