Fótbolti

„Við mætt­um ofjörl­um okk­ar í dag“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru.
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta.

Það var nokkuð augljóst strax frá fyrstu mínútu að spænska liðið væri nokkrum númerum of stórt fyrir það íslenska. Þrátt fyrir það stóð íslenska vörnin ágætlega fyrstu 35 mínútur leiksins, en eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós opnuðust flóðgáttirnar.

„Þetta var erfitt í alla staði,“ saðgi Arnar Þór á blaðamannafundi eftir leik.

„Við náðum að loka ágæt­lega á þá. Við vit­um að þeir senda bolt­ann mikið og eru það góðir að þeir ná að nýta sér minnstu svæði en við fund­um ekki lausn­ina hægra meg­in og flest mörk­in komu þar. Við mætt­um ofjörl­um okk­ar í dag. Það er hins­veg­ar mjög margt sem ég er ánægður með síðustu tíu daga.“

Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað stórt í kvöld segist Arnar þó ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru.

 „Ég vildi frek­ar fá leik á móti sterku liði held­ur en mjög slöku liði. Sterk­ir and­stæðing­ar geta sýnt okk­ur bet­ur hvar okk­ar veik­leik­ar eru. Mér finnst mest leiðin­legt að það er erfitt að tapa stórt og ung­um leik­mönn­um finnst það sér­stak­lega erfitt,“ sagði Arn­ar að lokum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×