Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá því í fyrra. Síðasta tímabil hjá Stjörnunni var sennilega það versta hjá liðinu síðan það komst upp í efstu deild 2009. Rúnar Páll Sigmundsson hætti eftir aðeins einn leik og við tók Þorvaldur Örlygsson. Gengið var afleitt og fékk Stjarnan aðeins 22 stig og var bara tveimur stigum frá fallsæti. Eftir tímabilið tók Ágúst Gylfason við Stjörnunni. Hann var klárlega ekki fyrsti kostur en hefur komið með ferska vinda inn í félagið eins og hans er von og vísa. Gengið í vetur var gott, margir ungir leikmenn fengu tækifæri og liðið virðist öllu ferskara en síðustu ár. Stjarnan varð fyrir áfalli þegar Hilmar Árni Halldórsson sleit krossband í hné í leik gegn Þór í Lengjubikarnum. Ljóst er að hann verður ekkert með í sumar. Hilmar Árni hefur verið langbesti leikmaður Stjörnunnar undanfarin ár og alfa og ómega í sóknarleik liðsins. Nú þurfa hins vegar aðrir leikmenn að stíga fram og gera sig gildandi í Stjörnusókninni og meiðsli Hilmars Árna gætu reynst blessun í dulargervi eins ljótt og er að segja það. Bandaríski sportskríbentinn Bill Simmons er höfundur Ewing-kenningarinnar sem er byggð á því þegar New York Knicks sprakk út og fór í úrslit NBA-deildarinnar 1999 eftir að Patrick Ewing, besti leikmaður liðsins og sá sem liðið var byggt í kringum, meiddist. Ewing-kenningin er langt frá því að vera vatnsheld en það er spurning hvort hún raungerist í Garðabænum í sumar. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum neðar en þeim var spáð (5. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 14 prósent stiga í húsi (3 af 21) Júní: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Júlí: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) - Besti dagur: 28. júní 2-1 sigur á KR á útivelli og Stjörnumenn höfðu lífgað við tímabilið með tíu stigum í hús í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið var þar með komið upp í efri hlutann. Versti dagur: 21. maí Eftir 4-0 skell á móti Breiðabliki var Stjarnan aðeins búið að ná í tvö stig í fyrstu fimm leikjum sínum og sat í botnsæti deildarinnar. - Tölfræðin Árangur: 7. sæti (22 stig) Sóknarleikur: 8. sæti (24 mörk skoruð) Varnarleikur: 7. sæti (36 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 9. sæti (13 stig) Árangur á útivelli: 7. sæti (9 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Hilmar Árni Halldórsson 6 Flestar stoðsendingar: Hilmar Árni Halldórsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Hilmar Árni Halldórsson 13 Flest gul spjöld: Brynjar Gauti Guðjónsson 6 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar í sumar.vísir/hjalti Haraldur Björnsson, markmaður (f. 1989): Stendur ávallt fyrir sínu og ætti að gera það enn á ný í sumar. Með góðan talandi, stýrir mönnum af röggsemi og er mjög öflugur einn á einn. Er með betri markvörðum deildarinnar og vill eflaust hjálpa sínum mönnum að klífa töfluna þar sem Garðbæingum finnst þeir eiga heima. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður (f. 1992): Miðvörðurinn öflugi er að fara inn í sitt áttunda sumar í Garðabænum. Þarf að stíga upp í fjarveru Daníels Laxdal og binda vörnina saman. Hefur ekki skorað síðan 2018 en það var einnig sama ár og hann lék síðast alla deildarleikina sem í boði voru. Hver veit nema það verði endurtekið í sumar. Óskar Örn Hauksson, sóknartengiliður (f. 1984): Sannkölluð goðsögn í efstu deild hér á landi. Frábær íþróttamaður og góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn. Virðist ætla að verða jafn mikilvægur fyrir Stjörnuna og hann fyrir KR í öll þessi ár. Það stefnir hins vegar í að Óskar Örn verði meira miðsvæðis en áður, hvernig það mun koma út á eftir að koma í ljós en gæðin eru til staðar, það fer ekkert á milli mála. Þrír af lykilmönnum Stjörnunnar í sumar.vísir/hulda margrét Fylgist með: Óli Valur Ómarsson, bakvörður (f. 2003) Eftir að Heiðar Ægisson ákvað að færa sig yfir á Hlíðarenda kom ekkert annað til greina en að setja uppaldan Stjörnumann í hægri bakvörðinn. Óli Valur er einkar sókndjarfur og reikna má með reglulegum áætlunarferðum upp hægri vænginn í sumar. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Stjörnunnar.vísir/hjalti Stjörnumenn sendu skýr skilaboð með því að fá til sín sannan sigurvegara úr Vesturbænum í Óskari Erni. Hann vegur upp á móti brotthvarfi reynsluboltanna Eyjólfs Héðinssonar og Halldórs Orra Björnssonar. Stjarnan sótti jafnframt til sín talsvert yngri en sömuleiðis spennandi leikmenn. Jóhann Árni var við það að brjótast inn í meistaraflokk Fjölnis þegar Ágúst var þjálfari þar. Þessi ungi og afar efnilegi miðjumaður náði sér ekki alveg á strik í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum, þá 19 ára, en var frábær í Lengjudeildinni í fyrra. Þorsteinn Aron Antonsson er einnig mikið efni og þessi 18 ára stóri og stæðilegi miðvörður gæti látið til sín taka, sem lánsmaður frá Fulham. Sindri Þór Ingimarsson er svo varnarsinnaður miðjumaður eða miðvörður sem lék undir stjórn Jökuls aðstoðarþjálfara hjá Augnabliki en skortir líkt og Þorstein algjörlega reynslu úr efstu deild. Hversu langt er síðan að Stjarnan .... ... varð Íslandsmeistari: 8 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 4 ár (2018) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2019) ... féll úr deildinni: 22 ár (2000) ... átti markakóng deildarinnar: 11 ár (Garðar Jóhannsson 2011) ... átti besta leikmann deildarinnar: 8 ár (Ingvar Jónsson 2014) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 5 ár (Alex Þór Hauksson 2017) Að lokum … Óli Valur Ómarsson er búinn að eigna sér stöðu hægri bakvarðar hjá Stjörnunni.vísir/hulda margrét Eftir nokkur ár af afar beinskeyttum leikstíl með frekar fullorðið lið er annað yfirbragð á Stjörnunni að þessu sinni. Kannski löngu tímabærar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi liðsins og ekki vantar efniviðinn í Garðabænum. Til marks um það hefur Stjarnan orðið meistari í 2. flokki tvö ár í röð. Stoðirnar hjá Stjörnunni eru nokkuð styrkar og liðið býr að því eiga einn besta markvörð deildarinnar. Aftur á móti gæti markaskorun orðið vandamál hjá liðinu. Erfitt er að sjá Stjörnuna ógna bestu liðum deildarinnar en það eru allar forsendur fyrir skemmtilegu sumri í Garðabænum. Það verður allavega miklu betra en í fyrra. Besta deild karla Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá því í fyrra. Síðasta tímabil hjá Stjörnunni var sennilega það versta hjá liðinu síðan það komst upp í efstu deild 2009. Rúnar Páll Sigmundsson hætti eftir aðeins einn leik og við tók Þorvaldur Örlygsson. Gengið var afleitt og fékk Stjarnan aðeins 22 stig og var bara tveimur stigum frá fallsæti. Eftir tímabilið tók Ágúst Gylfason við Stjörnunni. Hann var klárlega ekki fyrsti kostur en hefur komið með ferska vinda inn í félagið eins og hans er von og vísa. Gengið í vetur var gott, margir ungir leikmenn fengu tækifæri og liðið virðist öllu ferskara en síðustu ár. Stjarnan varð fyrir áfalli þegar Hilmar Árni Halldórsson sleit krossband í hné í leik gegn Þór í Lengjubikarnum. Ljóst er að hann verður ekkert með í sumar. Hilmar Árni hefur verið langbesti leikmaður Stjörnunnar undanfarin ár og alfa og ómega í sóknarleik liðsins. Nú þurfa hins vegar aðrir leikmenn að stíga fram og gera sig gildandi í Stjörnusókninni og meiðsli Hilmars Árna gætu reynst blessun í dulargervi eins ljótt og er að segja það. Bandaríski sportskríbentinn Bill Simmons er höfundur Ewing-kenningarinnar sem er byggð á því þegar New York Knicks sprakk út og fór í úrslit NBA-deildarinnar 1999 eftir að Patrick Ewing, besti leikmaður liðsins og sá sem liðið var byggt í kringum, meiddist. Ewing-kenningin er langt frá því að vera vatnsheld en það er spurning hvort hún raungerist í Garðabænum í sumar. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum neðar en þeim var spáð (5. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 14 prósent stiga í húsi (3 af 21) Júní: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Júlí: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) - Besti dagur: 28. júní 2-1 sigur á KR á útivelli og Stjörnumenn höfðu lífgað við tímabilið með tíu stigum í hús í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið var þar með komið upp í efri hlutann. Versti dagur: 21. maí Eftir 4-0 skell á móti Breiðabliki var Stjarnan aðeins búið að ná í tvö stig í fyrstu fimm leikjum sínum og sat í botnsæti deildarinnar. - Tölfræðin Árangur: 7. sæti (22 stig) Sóknarleikur: 8. sæti (24 mörk skoruð) Varnarleikur: 7. sæti (36 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 9. sæti (13 stig) Árangur á útivelli: 7. sæti (9 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Hilmar Árni Halldórsson 6 Flestar stoðsendingar: Hilmar Árni Halldórsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Hilmar Árni Halldórsson 13 Flest gul spjöld: Brynjar Gauti Guðjónsson 6 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar í sumar.vísir/hjalti Haraldur Björnsson, markmaður (f. 1989): Stendur ávallt fyrir sínu og ætti að gera það enn á ný í sumar. Með góðan talandi, stýrir mönnum af röggsemi og er mjög öflugur einn á einn. Er með betri markvörðum deildarinnar og vill eflaust hjálpa sínum mönnum að klífa töfluna þar sem Garðbæingum finnst þeir eiga heima. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður (f. 1992): Miðvörðurinn öflugi er að fara inn í sitt áttunda sumar í Garðabænum. Þarf að stíga upp í fjarveru Daníels Laxdal og binda vörnina saman. Hefur ekki skorað síðan 2018 en það var einnig sama ár og hann lék síðast alla deildarleikina sem í boði voru. Hver veit nema það verði endurtekið í sumar. Óskar Örn Hauksson, sóknartengiliður (f. 1984): Sannkölluð goðsögn í efstu deild hér á landi. Frábær íþróttamaður og góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn. Virðist ætla að verða jafn mikilvægur fyrir Stjörnuna og hann fyrir KR í öll þessi ár. Það stefnir hins vegar í að Óskar Örn verði meira miðsvæðis en áður, hvernig það mun koma út á eftir að koma í ljós en gæðin eru til staðar, það fer ekkert á milli mála. Þrír af lykilmönnum Stjörnunnar í sumar.vísir/hulda margrét Fylgist með: Óli Valur Ómarsson, bakvörður (f. 2003) Eftir að Heiðar Ægisson ákvað að færa sig yfir á Hlíðarenda kom ekkert annað til greina en að setja uppaldan Stjörnumann í hægri bakvörðinn. Óli Valur er einkar sókndjarfur og reikna má með reglulegum áætlunarferðum upp hægri vænginn í sumar. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Stjörnunnar.vísir/hjalti Stjörnumenn sendu skýr skilaboð með því að fá til sín sannan sigurvegara úr Vesturbænum í Óskari Erni. Hann vegur upp á móti brotthvarfi reynsluboltanna Eyjólfs Héðinssonar og Halldórs Orra Björnssonar. Stjarnan sótti jafnframt til sín talsvert yngri en sömuleiðis spennandi leikmenn. Jóhann Árni var við það að brjótast inn í meistaraflokk Fjölnis þegar Ágúst var þjálfari þar. Þessi ungi og afar efnilegi miðjumaður náði sér ekki alveg á strik í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum, þá 19 ára, en var frábær í Lengjudeildinni í fyrra. Þorsteinn Aron Antonsson er einnig mikið efni og þessi 18 ára stóri og stæðilegi miðvörður gæti látið til sín taka, sem lánsmaður frá Fulham. Sindri Þór Ingimarsson er svo varnarsinnaður miðjumaður eða miðvörður sem lék undir stjórn Jökuls aðstoðarþjálfara hjá Augnabliki en skortir líkt og Þorstein algjörlega reynslu úr efstu deild. Hversu langt er síðan að Stjarnan .... ... varð Íslandsmeistari: 8 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 4 ár (2018) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2019) ... féll úr deildinni: 22 ár (2000) ... átti markakóng deildarinnar: 11 ár (Garðar Jóhannsson 2011) ... átti besta leikmann deildarinnar: 8 ár (Ingvar Jónsson 2014) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 5 ár (Alex Þór Hauksson 2017) Að lokum … Óli Valur Ómarsson er búinn að eigna sér stöðu hægri bakvarðar hjá Stjörnunni.vísir/hulda margrét Eftir nokkur ár af afar beinskeyttum leikstíl með frekar fullorðið lið er annað yfirbragð á Stjörnunni að þessu sinni. Kannski löngu tímabærar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi liðsins og ekki vantar efniviðinn í Garðabænum. Til marks um það hefur Stjarnan orðið meistari í 2. flokki tvö ár í röð. Stoðirnar hjá Stjörnunni eru nokkuð styrkar og liðið býr að því eiga einn besta markvörð deildarinnar. Aftur á móti gæti markaskorun orðið vandamál hjá liðinu. Erfitt er að sjá Stjörnuna ógna bestu liðum deildarinnar en það eru allar forsendur fyrir skemmtilegu sumri í Garðabænum. Það verður allavega miklu betra en í fyrra.
Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum neðar en þeim var spáð (5. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 14 prósent stiga í húsi (3 af 21) Júní: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Júlí: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) - Besti dagur: 28. júní 2-1 sigur á KR á útivelli og Stjörnumenn höfðu lífgað við tímabilið með tíu stigum í hús í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið var þar með komið upp í efri hlutann. Versti dagur: 21. maí Eftir 4-0 skell á móti Breiðabliki var Stjarnan aðeins búið að ná í tvö stig í fyrstu fimm leikjum sínum og sat í botnsæti deildarinnar. - Tölfræðin Árangur: 7. sæti (22 stig) Sóknarleikur: 8. sæti (24 mörk skoruð) Varnarleikur: 7. sæti (36 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 9. sæti (13 stig) Árangur á útivelli: 7. sæti (9 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 3 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Hilmar Árni Halldórsson 6 Flestar stoðsendingar: Hilmar Árni Halldórsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Hilmar Árni Halldórsson 13 Flest gul spjöld: Brynjar Gauti Guðjónsson 6
Hversu langt er síðan að Stjarnan .... ... varð Íslandsmeistari: 8 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 4 ár (2018) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2019) ... féll úr deildinni: 22 ár (2000) ... átti markakóng deildarinnar: 11 ár (Garðar Jóhannsson 2011) ... átti besta leikmann deildarinnar: 8 ár (Ingvar Jónsson 2014) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 5 ár (Alex Þór Hauksson 2017)
Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01