George Clooney opnar á möguleikann á að kaupa enskt fótboltafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 09:30 George Clooney og eiginkona hans Amal Clooney á verðlaunahátíð í London. EPA-EFE/VICKIE FLORES Heimsfrægur bandarískur leikari gæti bæst í hóp þeirra útlendinga sem eiga knattspyrnufélag í Englandi. Hann útilokar ekki slík afskipti að enska boltanum. Margir ríkir útlendingar hafa komið inn í enska boltann á síðustu áratugum og flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða miðausturlöndum. Hollywood virðist vera að vakna líka. Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust Wrexham fyir ári síðan og nú gæti enn stærra nafn í Hollywood fylgt í þeirra fótspor. Það er alla vega draumurinn í Derbyshire sýslu. Hollywood star reveals to Derbyshire Life what sparked his interest in the Rams https://t.co/DSAxTrALsx— Derbyshire Life (@derbyshirelife) March 25, 2022 George Clooney er einn frægasti leikari heims og í nýju viðtali opnar hann fyrir möguleikann á því að kaupa enskt fótboltafélag. Við erum þó ekki að tala um Chelsea, sem er til sölu, heldur félag í miklum greiðsluvandræðum. Félagið sem Clooney hefur áhuga á er Derby County. Svo gæti nefnilega farið svo að George Clooney hjálpi knattspyrnustjóri Wayne Rooney að endurvekja þetta gamla stórveldi svo framarlega sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins haldi þetta út. Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og svo miklum að félagið þurfti að byrja tímabilið í ensku b-deildinni með 21 stig í mínus. Clooney talaði sjálfur um Derby í viðtali við tímaritið Derbyshire Life. George Clooney discusses buying Derby County pic.twitter.com/9RlsUW84Uu— Mirror Football (@MirrorFootball) March 27, 2022 „Derby er frábært fótboltafélag með frábæra sögu og ég er viss um að það á frábæra framtíð fyrir sér líka,“ sagði George Clooney í viðtalinu við Derbyshire Life. Hinn sextugi Clooney fékk áhuga á Derby Conty eftir að hann kynntist leikaranum Jack O'Connel sem er fæddur í Derbyshire. „Áhugi minn á fótbolta hefur vaxið mikið á síðustu árum og að eiga fótboltafélag er ef til vill það næstbesta á eftir því að spila fyrir félag. Kannski, einn daginn. Ég veit að það hafa verið vandræði undanfarið en það er ekkert sem ekki er hægt að laga,“ sagði Clooney. Þrátt fyrir öll mínus stigin þá hefur Derby átt gott tímabil. Liðið er vissulega í síðasta sæti deildarinnar en á enn möguleika á að bjarga sér frá falli í C-deild sem er magnað miðað við það að byrja í -21 stigi. Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Margir ríkir útlendingar hafa komið inn í enska boltann á síðustu áratugum og flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum eða miðausturlöndum. Hollywood virðist vera að vakna líka. Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust Wrexham fyir ári síðan og nú gæti enn stærra nafn í Hollywood fylgt í þeirra fótspor. Það er alla vega draumurinn í Derbyshire sýslu. Hollywood star reveals to Derbyshire Life what sparked his interest in the Rams https://t.co/DSAxTrALsx— Derbyshire Life (@derbyshirelife) March 25, 2022 George Clooney er einn frægasti leikari heims og í nýju viðtali opnar hann fyrir möguleikann á því að kaupa enskt fótboltafélag. Við erum þó ekki að tala um Chelsea, sem er til sölu, heldur félag í miklum greiðsluvandræðum. Félagið sem Clooney hefur áhuga á er Derby County. Svo gæti nefnilega farið svo að George Clooney hjálpi knattspyrnustjóri Wayne Rooney að endurvekja þetta gamla stórveldi svo framarlega sem markahæsti leikmaður enska landsliðsins haldi þetta út. Derby er í miklum fjárhagsvandræðum og svo miklum að félagið þurfti að byrja tímabilið í ensku b-deildinni með 21 stig í mínus. Clooney talaði sjálfur um Derby í viðtali við tímaritið Derbyshire Life. George Clooney discusses buying Derby County pic.twitter.com/9RlsUW84Uu— Mirror Football (@MirrorFootball) March 27, 2022 „Derby er frábært fótboltafélag með frábæra sögu og ég er viss um að það á frábæra framtíð fyrir sér líka,“ sagði George Clooney í viðtalinu við Derbyshire Life. Hinn sextugi Clooney fékk áhuga á Derby Conty eftir að hann kynntist leikaranum Jack O'Connel sem er fæddur í Derbyshire. „Áhugi minn á fótbolta hefur vaxið mikið á síðustu árum og að eiga fótboltafélag er ef til vill það næstbesta á eftir því að spila fyrir félag. Kannski, einn daginn. Ég veit að það hafa verið vandræði undanfarið en það er ekkert sem ekki er hægt að laga,“ sagði Clooney. Þrátt fyrir öll mínus stigin þá hefur Derby átt gott tímabil. Liðið er vissulega í síðasta sæti deildarinnar en á enn möguleika á að bjarga sér frá falli í C-deild sem er magnað miðað við það að byrja í -21 stigi.
Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira