Fótbolti

Fyrsta stig U19 í milliriðlinum

Atli Arason skrifar
Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK, skoraði mark Íslands í dag.
Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK, skoraði mark Íslands í dag. Getty/Lars Ronbog

Íslenska U19 ára landslið karla gerði 1-1 jafntefli við Georgíu í milliriðli 4 í undankeppni fyrir EM 2022.

Georgía komst yfir á 73. mínútu leiksins með marki Tornike Dundua. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Nikolozi Tskhovrebashvili sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fimm mínútum var bætt við en á áttundu mínútu uppbótatíma fékk Ísland vítaspyrnu sem Orri Steinn Óskarsson skoraði úr og jafnaði metin á síðustu andartökum leiksins.

Ísland er þar með komið með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki. Lokaleikur Íslands er gegn toppliði riðilsins, Rúmeníu, á þriðjudaginn næsta klukkan 10:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×