Árásin átti sér stað í gærkvöldi á meðan æfingum ökumanna stóð.
Joint statement on the Saudi Arabian Grand Prix pic.twitter.com/xsyYpvVmhB
— Formula 1 (@F1) March 26, 2022
Stefano Domenicali, forstjóri Formúlu 1, sagði að keppnin muni fara fram og að öryggi allra ökumanna væri tryggt. Um tíma var óljóst hvort að keppninni yrði aflýst en eftir mikil fundarhöld síðasta sólarhringinn hefur verið ákveðið að halda keppninni til streitu.
„F1 treystir stjórnvöldum hér en þau hafa heitið því að öryggi allra sé tryggt. Kappaksturinn mun fara fram eins og áætlað, öll liðin og allir ökumenn hafa ákveðið það í sameiningu,“ sagði Domenicali við fjölmiðla í morgun.
Kappaksturinn hefst á morgun klukkan 16:30.
Árásinni var beint að Aramco, sem er olíufélag í eigu Sáda en talið er að Húti fylkingin beri ábyrgð á sprengingunni.