Sara snýr aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 13:10 Sara Björk Gunnarsdóttir er leikjahæst í sögu íslenska landsliðsins með 136 leiki. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki. Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra. Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022 Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Sara lék sinn fyrsta leik í 372 daga þegar Lyon sigraði Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni síðasta föstudag. Hún kemur nú aftur inn í landsliðið sem hún hefur ekki leikið með síðan Ísland tryggði sér sæti á EM með 0-1 sigri á Ungverjalandi 1. desember 2020. Sara er fyrirliði landsliðsins og leikjahæst í sögu þess með 136 leiki. Elín Metta Jensen kemur einnig aftur inn í hópinn eftir nokkra fjarveru. Hún lék síðast með landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum gegn Írlandi í júní í fyrra. Hópur A landsliðs kvenna sem mætir Hvíta Rússlandi og Tékklandi í undankeppni EM 2022.Ísland mætir Hvíta Rússlandi í Belgrad í Serbíu 7. apríl og Tékklandi í Teplice í Tékklandi 12. apríl.Our women's squad for the two matches in the World Cup 2023 qualifying.#dottir pic.twitter.com/UPDN96sK2c— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022 Guðný Árnadóttir snýr sömuleiðis aftur í hópinn eftir að hafa misst af SheBelieves Cup í síðasta mánuði vegna meiðsla. Karitas Tómasdóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Ída Marín Hermannsdóttir detta út úr landsliðshópnum sem tók þátt á SheBelieves Cup. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad 7. apríl og Tékklandi í Teplice fimm dögum seinna. Leikirnir eru afar mikilvægir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils undankeppninnar með níu stig eftir fjóra leiki en Hollendingar í því efsta með ellefu stig eftir fimm leiki. Tékkar eru í 3. sætinu með fimm stig eftir fjóra leiki og Hvíta Rússland í því fjórða með fjögur stig eftir þrjá leiki. Kýpur rekur lestina með eitt stig. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti