Myndband: Rafpallbílarnir Hummer EV og Rivian R1T í spyrnu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. mars 2022 07:01 Rivian-pallbíllinn er með risastórar 180 kWh rafhlöður. Kapphlaupið um fyrsta rafpallbílinn er búið og markaðurinn stækkar ört. Rafpallbílarnir Hummer EV og Rivian R1T eru meðal þeirra sem eru í boði. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þá í spyrnu, bæði úr kyrrstöðu og í rúllandi ræsingu. Báðir bílar eru færir um að komast úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á um 3 sekúndum. Á myndbandinu má sjá að Rivian er eldsnöggur. Meðfylgjandi er myndband af spyrnunni frá Throttle House. Bílarnir voru bæði með hárri hleðslu, um 80% og á meðmæltri hleðslustöðu, með lágri fjöðrunarstillingu og í akstursstillingu sem býður mest afl. Dekkin undir Rivian R1T og hraðatakmörkun á Hummer-num sem kemst ekki hraðar en 171 km/klst. Eru meðal ástæðna að R1T var augljóslega fljótari. Hinn þyngri og stærri GMC Hummer EV er þó ótrúlega fljótur. GMC Hummer pallbíllinn: 1000 hestöfl 4103 kg. 0-100 km/klst. um 3 sekúndur Rivian R1T pallbíllinn: 800+ hestöfl 3242 kg. 0-100 km/klst. um 3 sekúndur Drægni beggja bíla er rúmlega 480 km en R1T er talsvert ódýrari. Hummer EV útleggst á um 14,3 milljónir króna en Rivian kostar um 7,9 milljónir króna. Vistvænir bílar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Báðir bílar eru færir um að komast úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á um 3 sekúndum. Á myndbandinu má sjá að Rivian er eldsnöggur. Meðfylgjandi er myndband af spyrnunni frá Throttle House. Bílarnir voru bæði með hárri hleðslu, um 80% og á meðmæltri hleðslustöðu, með lágri fjöðrunarstillingu og í akstursstillingu sem býður mest afl. Dekkin undir Rivian R1T og hraðatakmörkun á Hummer-num sem kemst ekki hraðar en 171 km/klst. Eru meðal ástæðna að R1T var augljóslega fljótari. Hinn þyngri og stærri GMC Hummer EV er þó ótrúlega fljótur. GMC Hummer pallbíllinn: 1000 hestöfl 4103 kg. 0-100 km/klst. um 3 sekúndur Rivian R1T pallbíllinn: 800+ hestöfl 3242 kg. 0-100 km/klst. um 3 sekúndur Drægni beggja bíla er rúmlega 480 km en R1T er talsvert ódýrari. Hummer EV útleggst á um 14,3 milljónir króna en Rivian kostar um 7,9 milljónir króna.
Vistvænir bílar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent