„Verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 20:35 Gunnar Magnússon sagði að tæknimistök hefðu gert út af við möguleika sinna manna gegn ÍBV. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að fjöldi sóknarmistaka hefði verið munurinn á milli feigs og ófeigs gegn ÍBV í kvöld. „Annað liðið var sextán tapaða bolta en hitt bara sex. Þetta eru tíu sóknir. Markvarslan var lítil báðu megin en við komum ekki nógu mörgum skotum á markið. Við getum greint einhver smáatriði hingað og þangað og það er margt sem við getum lagað en þú vinnur ekki leik með sextán tæknimistök, sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir fjölda mistaka var Afturelding alltaf inni í leiknum. En á augnablikum þegar Mosfellingar gátu komið sér almennilega inn í leikinn gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök. „Við náðum mörgum góðum köflum en þetta var alltaf sama sagan. Tæknimistökin fóru með þetta,“ sagði Gunnar. „Þetta voru ekki bara tapaðir boltar heldur líka 6-7 hraðaupphlaup sem við fengum í bakið á okkur án þess að komast í vörn. Þetta var erfitt en við vitum hvað við þurfum að laga.“ Gunnar hefur ekki úr mörgum leikmönnum að spila og notaði aðeins níu útileikmenn í leiknum í kvöld. Sveinn Andri Sveinsson var utan hóps vegna meiðsla en Gunnar vonast til að hann snúi til baka áður en úrslitakeppnin hefst. „Ég vona að Sveinn Andri nái einhverjum leikjum. Þorsteinn Leó [Gunnarsson] er búinn að liggja í flensu og svo er þetta bara sama sagan. Ég hef verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð. Við erum alltaf að byrja upp á nýtt og leysa einhver vandamál og höldum því áfram,“ sagði Gunnar. „En auðvitað er þetta þreytandi, ég viðurkenni það alveg. Við náum engum stöðugleika og kannski er það einhver skýring á tæknimistökunum. Menn mega samt ekki að kasta boltanum frá sér svona auðveldlega en við erum alltaf að lenda í áföllum, stórum áföllum.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Annað liðið var sextán tapaða bolta en hitt bara sex. Þetta eru tíu sóknir. Markvarslan var lítil báðu megin en við komum ekki nógu mörgum skotum á markið. Við getum greint einhver smáatriði hingað og þangað og það er margt sem við getum lagað en þú vinnur ekki leik með sextán tæknimistök, sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir fjölda mistaka var Afturelding alltaf inni í leiknum. En á augnablikum þegar Mosfellingar gátu komið sér almennilega inn í leikinn gerðu þeir sig seka um klaufaleg mistök. „Við náðum mörgum góðum köflum en þetta var alltaf sama sagan. Tæknimistökin fóru með þetta,“ sagði Gunnar. „Þetta voru ekki bara tapaðir boltar heldur líka 6-7 hraðaupphlaup sem við fengum í bakið á okkur án þess að komast í vörn. Þetta var erfitt en við vitum hvað við þurfum að laga.“ Gunnar hefur ekki úr mörgum leikmönnum að spila og notaði aðeins níu útileikmenn í leiknum í kvöld. Sveinn Andri Sveinsson var utan hóps vegna meiðsla en Gunnar vonast til að hann snúi til baka áður en úrslitakeppnin hefst. „Ég vona að Sveinn Andri nái einhverjum leikjum. Þorsteinn Leó [Gunnarsson] er búinn að liggja í flensu og svo er þetta bara sama sagan. Ég hef verið hérna í eitt og hálft ár og hef varla getað notað sama liðið tvo leiki í röð. Við erum alltaf að byrja upp á nýtt og leysa einhver vandamál og höldum því áfram,“ sagði Gunnar. „En auðvitað er þetta þreytandi, ég viðurkenni það alveg. Við náum engum stöðugleika og kannski er það einhver skýring á tæknimistökunum. Menn mega samt ekki að kasta boltanum frá sér svona auðveldlega en við erum alltaf að lenda í áföllum, stórum áföllum.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira